Fjallað er um viðhorf og viðhorfabreytingar, fordóma, staðalmyndir, áróður, hlýðni, áhrif fjölmiðla, áhrif hópa og hópþrýsting, tilfinningar, m.a. vináttu, ást og aðlöðun. Lögð er áhersla á að nemendur kynnist enn frekar vísindalegum vinnubrögðum, kynnist eðli félagssálfræðilegra rannsókna og vinni að slíkum rannsóknum. Einnig er farið í ólíkar skilgreiningar á persónuleika, persónuleikakenningar og persónuleikapróf. Nemendur búa sjálfir til próf eða vinna annað sjálfstætt verkefni.
SÁLF2BT05 eða SÁLF2BÞ05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu kenningum um persónuleikann og mótun hans
rannsóknum á staðalmyndum og fordómum
rannsóknum á hvað mótar viðhorf fólks og hvernig má hafa áhrif á þau
rannsóknum á aðsemd og hlýðni
hvaða þættir skipta máli varðandi það við hverja manni líkar og hverja ekki
áhrifum návistar annarra á ólíka þætti hegðunar, t.d. hvað varðar frammistöðu í ólíkum verkefnum og hjálpsemi
þeim ferlum sem eiga sér stað í hópum t.d. hvað varðar hópþrýsting og ákvarðanatöku
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita hugtökum persónuleikasálfræði og félagslegrar sálfræði á skýran hátt
skoða eigin hegðun og annarra út frá hugtökum greinarinnar
beita vísindalegri hugsun og vinnubrögðum
hanna sjálfir vandaða sálfræðilega rannsókn frá grunni, velja aðferðir, framkvæma og vinna úr gögnum
setja saman vandaða tilraunaskýrslu eftir reglum sálfræðinnar
tjá kunnáttu sína á sviði greinarinnar bæði í ræðu og riti
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hafa betri skilning á eigin sjálfsmynd
setja fram eigin rannsóknarniðurstöður á skipulegan og skýran hátt
vega og meta rannsóknarniðurstöður með gagnrýnum hætti
vega og meta gildi ólikra heimilda
efla eigin siðferðisvitund og umburðarlyndi
vera líklegri til að hjálpa öðrum í neyð vegna þekkingar sinnar á dæmigerðri hegðun fólks í slíkum aðstæðum
geta tekið þátt í rökræðum um málefni greinarinnar