Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1415872171.66

    Heimstyrjöldin og helförin
    SAGA3CN05
    34
    saga
    Heimstyrjöldin og helförin
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Fjallað er um upphaf og hugmyndafræði fasismans á Ítalíu og nasismans í Þýskalandi ásamt því að síðari heimsstyrjöldinni eru gerð skil í máli og myndum. Leitast er eftir því að dýpka skilning á því umhverfi sem nasisminn var sprottinn upp úr og hvers vegna tök hans urðu jafn sterk og raun ber vitni. Menning, stjórnarfar og samfélag Sovétríkjanna eru einnig tekin til skoðunar. Sérstaklega er horft til helfararinnar og örlaga þeirra gyðinga sem lentu í henni, liðnum sem eftirlifendum. Í því samhengi verður litið til sögu Póllands, austurhluta Þýskalands og forna gyðingaofsókna. Aðrir samfélagshópar sem létu lífið í gasklefum nasista eru líka teknir til skoðunar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • áhrifum kynhlutverka og stéttskiptingar á líf fólks í Evrópu og Þýskalandi
    • helstu atburðum seinni heimsstyrjaldarinnar sem vísað er til í samtímanum
    • helstu hugtökum og kenningum um síðari heimsstyrjöldina og helförina
    • hlutverki og mikilvægi trúarbragða í þýskri sögu
    • meginstiklum í tækni-, vísinda- og atvinnuþróun Þýskalands
    • mismunandi hugmyndum og framkvæmd á stjórnkerfi nasista og fasista
    • mismunandi sjónarhornum á samfélagsleg gildi og siðferði í nasískri- og fasískri hugmyndafræði örlögum og sögu gyðinga í Evrópu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina fjölbreytt orsakasamhengi
    • leita sér að gagnlegum heimildum
    • rannsaka afmörkuð söguleg efni
    • setja fram söguleg viðfangsefni á skýran, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt
    • skrifa texta sem byggja á ítarlegri heimildaöflun og úrvinnslu gagna
    • sýna sjálfstæði og sköpun í verkefnavali og verkefnaúrlausnum
    • taka þátt í umræðum og verja rökstudda afstöðu sína
    • vinna að verkefnum með samnemendum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa heimildir um seinni heimsstyrjöldina og helförina á gagnrýninn hátt
    • taka frumkvæði í þekkingaröflun og verkefnavali og nálgast þau á faglegan hátt
    • taka siðferðislega afstöðu til atburða í seinni heimsstyrjöldinni og helförinni
    • taka þátt í málefnalegum umræðum og rökræðum um seinni heimsstyrjöldina og helförina
    • útskýra mismunandi viðhorf og hugmyndir um ýmis málefni tengdu námsefni áfangans
    Tímaverkefni, valverkefni með frjálsu sniði, framsaga,kaflapróf