Efnafræði 2 - Annar áfangi í grunnnámi almenn efnafræði
EFNA2BB05
27
efnafræði
Almenn efnafræði. Framhald
Samþykkt af skóla
2
5
Helstu viðfangsefni áfangans eru reikningar út frá efnajöfnum, eiginleikar lofttegunda og gaslögmálin, varmabreytingar við efnahvörf og varmamælingar, hraði efnahvarfa og áhrifaþættir á hann, grunnhugtök atóma- og skammtafræðinnar og rafeindaskipan, lotubundnir eiginleikar frumefna, lögun sameinda, skautun og rafdrægni, tengi milli sameinda sem og inngangur að lífrænni efnafræði. Nemendur eru þjálfaðir í sjálfstæðum vinnubrögðum, framkvæmd tilrauna og framsetningu niðurstaðna í skýrslum. Nemendur nota upplýsingartækni til að safna mælingum úr tilraunum og vinna úr þeim í einstaklings- og hópvinnu.
EFNA2AA05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hugtökunum mól og mólstyrk.
helstu eiginleikum lofts og ástandslíkingu lofttegunda.
muninum á varma og hita, inn- og útvermum efnahvörfum, hvarfvarma, varmamælingum og myndunarvarma.
hvarfhraða og áhrifaþáttum á hann.
helstu hugtökum skammtafræðinnar eins og tvíeðli ljóss, línulitrófum, skammtatölum, svigrúmum, rafeindahýsingu og rafeindaskipan atóma og jóna.
lotubundnum eiginleikum frumefna, s.s. atómstærð, jónunarorku og rafeindafíkn.
lögun sameinda og svigrúmablöndun.
rafdrægni og skautun tengja og sameinda.
kröftum milli sameinda.
gufunar- og bræðsluvarma, suðu- og bræðslumarki og fasaskiptum.
sérstöðu vatns og leysni í vatni.
helstu einkennum fastra efna.
undirstöðum lífrænnar efnafræði.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leysa dæmi um mólhlutföll og mólstyrk lausna.
beita ástandslíkingu lofts.
framkvæma varmamælingar og reikna út hvarfvarma.
nota myndunarvarmatöflur og gagnabanka.
útskýra áhrif helstu þátta á hvarfhraða og virkni hvata.
skrifa og túlka rafeindaskipan atóma og jóna og útskýra helstu lotubundnu eiginleika frumefna.
teikna þrvívíddarmyndir og Lewis-formúlur sameinda og sýna skautun einstakra tengja og sameindarinnar í heild.
spá um krafta milli sameinda og áhrif þeirra á eðliseiginleika efnanna.
útskýra eiginleika vatns og þýðingu þeirra fyrir umhverfið okkar.
útskýra helstu eiginleika og kristalbyggingu fastra efna.
flokka lífræn efni eftir virkum hópum.
ákvarða einfaldar reynslu- og sameindaformúlur.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geta beitt þeim í umræðum og skriflegum verkefnum.
lesa gagnlegar upplýsingar úr töflum og gagnabönkum í efnafræði.
nota táknmál og fagorð efnafræðinnar á réttan hátt og setja útreikninga og lausnir sínar fram á skýran og skipulagðan hátt.
framkvæma tilraunir samkvæmt verklýsingu á sjálfstæðan hátt með takmarkaðri leiðsögn.
nota upplýsingartækni eins og tölvutengdan mælibúnað, gagnabanka og töfluforrit til að framkvæma og vinna úr tilraunum.
túlka mælingar og athuganir og setja lokaniðurstöður fram í skýrslum eftir alþjóðlegum reglum fagsins.
tengja námsefni áfangans við umhverfi sitt og daglegt líf.
umgangast efni og áhöld af ábyrgð og virðingu með hliðsjón af eigin öryggi og annarra sem og umhverfinu.
takast á við framhaldsnám í greininni.
Námsmat byggir á: Verkefnum og tilraunum á önn. Áfanga lýkur með lokaprófi.