Helstu viðfangsefni áfangans eru: Kynning á hugtökum og táknmáli efnafræðinnar. Bygging atómsins og lestur upplýsinga úr lotukerfinu. Myndun salta og sameinda. Helstu gerðir lífrænna efna og nafnakerfi. Merkingar efna og leit að upplýsingum um hættur af efnum. Verklegar æfingar í tengslum við námsefnið.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Byggingu atómsins.
Myndun efnasambanda úr frumefnum.
Efnaformúlum.
Efnajöfnum.
Sameindum og söltum.
Lífrænum efnum.
Nafnakerfi lífrænna og ólífrænna efna
Sýrum og bösum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Lesa upplýsingar um byggingu atóma úr lotukerfinu.
Ákvarða hvaða efnasamband myndast úr tveimur frumefnum og hvort það er salt eða sameind.
Setja upp og stilla efnajöfnur.
Teikna byggingu lífræns efnis út frá nafni og finna nafn ef formúlan er gefin.
Nota netið til að afla upplýsinga um merkingar og hættur af efnum.
Fylgja vinnulýsingu í einföldum tilraunum og skrá mælingar.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka þátt í umræðu í samfélaginu um efnafræðileg efni.
umgangast efni á ábyrgan hátt.
Afla sér upplýsinga um efni.
framkvæma tilraunir samkvæmt verklýsingu á sjálfstæðan hátt með takmarkaðri leiðsögn.
tengja námsefni áfangans við umhverfi sitt og daglegt líf.
umgangast efni og áhöld af ábyrgð og virðingu með hliðsjón af eigin öryggi og annarra sem og umhverfinu.
Námsmat byggir á: Verkefnum og tilraunum á önn. Áfanga lýkur með lokaprófi.