Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1415971252.83

    Spænska 5
    SPÆN2EE05
    12
    spænska
    Spænska 5
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Unnið er með alla færniþættina fjóra: tal, hlustun, lesskilning og ritun. Einnig er unnið með þemu tengd bókmenntum, listum, kvikmyndum, auk sögu og menningar spænskumælandi landa. Enn fremur er unnið með það sem efst er á baugi hverju sinni og nýjungar í tungumálinu.
    SPÆN1DD05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða tungumálsins, sem á þessu stigi er orðinn mjög umfangsmikill
    • réttri málnotkun
    • menningu spænskumælandi landa
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja talað mál, bæði í kennslustofunni og í ýmsum miðlum, eins og t.d. í sjónvarpi, útvarpi og í kvikmyndum
    • geta bjargað sér vel á spænsku í ýmsum aðstæðum og tjáð skoðun sína á ýmsum málefnum, bæði í ræðu og riti
    • skilja texta, eins og t.d. blaðagreinar og skáldsögur / smásögur / leikrit sem ekki eru sérstaklega ætlaðar nemendum
    • skrifa innihaldsríkan texta um ýmis málefni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina og flokka upplýsingar úr textum eða því sem hann heyrir
    • tjá sig um hin ýmsu málefni af öryggi
    • bregðast við hinum ýmsu aðstæðum sem upp kunna að koma
    • skrifa lengri og flóknari texta en áður
    Ekkert lokapróf er í áfanganum, en nemendur vinna verkefni jafnt og þétt yfir önnina. Verkefnin eru af ýmsum toga, þar sem unnið er með texta, ljóð, kvikmyndir, sjónvarpsþætti, blaðagreinar og fréttasíður. Nemendur flytja fyrirlestra og kynningar, skrifa ritunarverkefni í tímum og heima, fara í munnleg próf, taka viðtöl og gera ljóðaþýðingar og -greiningar svo eitthvað sé nefnt.