Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1415974315.46

    Kortlagning hugans/heilans
    SÁLF2BT05
    35
    sálfræði
    Kortlagning hugans/heilans
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Hér er lögð áhersla á samspil taugafræðilegra forsendna (heilastarfsemi) og sálarlífs. Meðal þess sem fjallað er um er starfsemi taugafrumna, bygging heilans og þróun hans og áhrif taugaboðefna á sálarlífið, m.a. í tengslum við geðraskanir og vímuefnanotkun. Einnig er fjallað um ólíka starfsemi heilahvelanna, skynjun og skynvillur, svefn og drauma, breytt vitundarstig og meðvitundarhugtakið.
    SÁLF2AA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu rannsóknarsviðum líffræðilegrar sálfræði, m.a. á sviði skynjunar, hugsunar, vitundar og svefns
    • uppbyggingu, þróun og starfsemi heilans og taugakerfisins
    • samspili taugafræðilegra ferla og sálarlífs
    • helstu rannsóknum á sérhæfingu heilahvelanna
    • áhrifum algengra vímuefna á starfsemi heilans og skynjun
    • tengslum heilastarfsemi og geðraskana
    • skynferli sjónar frá áreiti til lokatúlkunar
    • ólíkum þáttum sjónskynjunar t.d. litaskynjun, dýptarskynjun og skynvillum
    • sögu svefnrannsókna og gildi þeirra í sálfræðilegu tilliti
    • sálfræðilegum rannsóknum á draumum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • ræða um viðfangsefni líffræðilegrar sálfræði af þekkingu og skilningi
    • beita vísindalegri hugsun og vinnubrögðum
    • gera einfaldar tilraunir á sviði líffræðilegrar sálfræði
    • gera einfalda tölfræðilega útreikninga á sviði rannsókna í sálfræði
    • setja saman einfalda tilraunaskýrslu eftir reglum sálfræðinnar
    • afla sér fræðilegra upplýsinga á sviði líffræðilegrar sálfræði
    • tjá kunnáttu sína í líffræðilegri sálfræði bæði í ræðu og riti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja fram eigin rannsóknarniðurstöður á skipulegan og skýran hátt
    • meta eigin rannsóknarniðurstöður með gagnrýnum hætti og draga af þeim rökréttar ályktanir
    • vega og meta gildi ólíkra heimilda
    • vinna sjálfstætt sem og með öðrum
    • ígrunda og meta eigið nám og vinnuframlag
    • ígrunda og meta verk samnemenda sinna
    • taka gagnrýni með jákvæðum og opnum huga
    Verkefni og próf