Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1415977824.54

    Þroskasálfræði
    SÁLF2BÞ05
    34
    sálfræði
    þroskasálfræði.
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Kynning á þroskasálfræði, hugtökum hennar og helstu álitamálum, t.d. hlut erfða og umhverfis við mótun mannlegra eiginleika. Fjallað er um þroskaferillinn frá getnaði fram á fullorðinsár. Lítillega er farið í sögulegan bakgrunn þroskasálfræðinnar og helstu rannsóknaraðferðir hennar. Nemendur fá innsýn í hver eru megineinkenni líkamsþroska, vitsmunaþroska, félags- og tilfinningaþroska. Farið er í tilfinningagreind og fjölgreindakenningu Howards Gardner og hvernig hún tengist skólastarfi. Einnig eru greindarpróf kynnt og sagt frá helstu greindarprófum sem hafa verið notuð fyrir íslensk börn. Fjallað er um kynjamun og þroskafrávik, þar á meðal barnageðraskanir, ofvirkni, einhverfu og Asperger-heilkenni. Skoðað er hvaða áhrif alvarlega afræksla getur haft á þroska.
    SÁLF2AA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögulegum bakgrunni þroskasálfræðinnar og hvernig hún verður til sem vísindagrein
    • viðfangsefnum og helstu meginstefjum þroskasálfræðinnar
    • rannsóknaraðferðum þroskasálfræðinnar, kostum þeirra og göllum
    • helstu kenningum í þroskasálfræði
    • megineinkennum þroskaferilsins, svo sem líkamsþroska, vitsmunaþroska, félagsþroska, tilfinninga- og persónuleikaþroska og kenningum þar að lútandi
    • frávikum í þroska, bæði m.t.t. barnageðraskana og vægari raskana
    • hvað mótar kynmynd og kynhegðun
    • siðareglum sem gilda í nútímarannsóknum þar sem börn koma við sögu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina merki andlegrar vanlíðanar hjá börnum og ungmennum
    • skoða kenningar í þroskasálfræði og tengja þær við eigin lífsferil í fortíð, nútíð og framtíð
    • leita upplýsinga og afla þekkingar á sviði þroskasálfræði
    • gera greinarmun á fræðilegum heimildum og léttvægum heimildum
    • vinna að sjálfstæðu rannsóknarverkefni sem tengist efni áfangans
    • beita vísindalegri hugsun og vinnubrögðum
    • framfylgja helstu siðareglum sem gilda við rannsóknir á börnum
    • tjá kunnáttu sína í þroskasálfræði bæði í ræðu og riti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á því að hve miklu leyti líffræðilegir, vitsmunalegir, og félagslegir þættir móta hegðun og persónuleikaþroska
    • meta sálfræðilegar rannsóknir (þ.e. kenningar og athuganir) með tilliti til þroskasálfræði
    • setja fram eigin rannsóknarniðurstöður og annarra með gagnrýnum hætti
    • taka gagnrýni með jákvæðum og opnum huga
    • átta sig á því að hvaða leyti hugsun og þroski barna er frábrugðin fullorðinna
    • gera sér grein fyrir því hvað megi bjóða börnum og hvaða kröfur er hægt að gera til þeirra
    Verkefni og próf