Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1415978747.25

    Jákvæð sálfræði
    SÁLF3CJ05
    20
    sálfræði
    jákvæð sálfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Jákvæð sálfræði er nýleg fræðigrein sem rannsakar með vísindalegum aðferðum hvaða þættir það eru sem hjálpa fólki til að blómstra og upplifa vellíðan og hamingju í lífi sínu. Greinin fjallar um líf venjulegs fólks og leiðir til að gera gott líf enn betra. Þar er hugað að styrkleikum hvers og eins, gildum og dyggðum sem auðga líf okkar frekar en að horfa á það sem aflaga hefur farið eða upp á vantar. Meðal hugtaka sem unnið er með er hamingja, jákvæðni, jákvæðar tilfinningar, jákvæð samskipti og núvitund.
    SÁLF2BT05 eða SÁLF2BÞ05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppruna og sögu jákvæðrar sálfræði
    • helstu viðfangsefnum jákvæðrar sálfræði
    • helstu fræðimönnum jákvæðrar sálfræði og helstu rannsóknarefnum þeirra
    • helstu rannsóknarniðurstöðum greinarinnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tjá kunnáttu sína í jákvæðri sálfræði bæði í ræðu og riti
    • beita aðferðum jákvæðrar sálfræði í daglegu lífi sínu
    • ígrunda og ræða um eigin reynslu af margvíslegu tagi í tengslum við viðfangsefni jákvæðrar sálfræði
    • skoða eigin styrkleika og vinna markvisst að því að styrkja þá og rækta
    • taka þátt í umræðum í litlum og stórum hópum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hanna og framkvæma eigin rannsókn á sviði jákvæðrar sálfræði
    • meta eigin rannsóknarniðurstöður með gagnrýnum hætti og draga af þeim röklegar ályktanir
    • setja fram eigin rannsóknarniðurstöður á skipulegan og skýran hátt
    • afla sér fræðilegra upplýsinga á sviði jákvæðrar sálfræði
    • meta og gera greinarmun á fræðilegum heimildum og léttvægum
    • þjálfa með sér gagnrýna hugsun