Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1416234749.82

    Almenn stjórnmálafræði
    FÉLA2BS05
    37
    félagsfræði
    Stjórnmálafræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er stjórnmálafræði kynnt sem fræðigrein og rætt um helstu hugmyndafræðistrauma stjórnmálanna. Fjallað er um skilgreininguna á lýðræði, forsendur þess að samfélag geti talist lýðræðislegt og hvað greini lýðræði frá einræðis- og afturhaldsstjórnarfari. Þá er rakin stjórnmálasagan frá 1904 til dagsins í dag, þróun íslenskra stjórnmálaflokka, áhrif hagsmunasamtaka og fjölmiðla í íslenskum stjórnmálum. Rætt um sjálfbærni í tengslum við ákvarðanir íslenskra stjórnvalda og jafnrétti er tekið fyrir meðal annars í tengslum við viðfangsefni stjórnmálanna, fjölmenningarsamfélagið og hagsmunahópa. Þá er rætt um heilbrigði og velferð í tengslum við ákvarðanir íslenskra stjórnvalda.
    Nemendur þurfa að hafa lokið áfanganum FÉLA2AA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu viðfangsefnum stjórnmálafræðinnar og helstu hugtökunum og kenningum hennar
    • helstu þáttum í þróun íslenskra stjórnmála
    • tengslum sögu íslenskra stjórnmálaflokka við helstu hugmyndakerfi stjórnmálanna og geti lýsi þróun þeirra í gegnum tíðina
    • sögu og þróun sveitarstjórnarstigsins
    • áhrifum ólíkra hagsmunasamtaka í íslenskum stjórnmálum
    • áhrifum ólíkra fjölmiðla í íslenskum stjórnmálum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • metið ólíkar kenningar um vald og lýðræði
    • greina íslenska stjórnmálakerfið og túlkað stjórnmálaþátttöku í ljósi ólíkra stjórnmálafræðikenninga
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka rökstudda afstöðu til helstu þátta sem nú einkenna íslensk stjórnmál
    • taka rökstudda afstöðu til helstu hugmyndakerfa í stjórnmálum
    Áfanginn er án lokaprófs en námsmat byggist á kaflaprófum og ýmsum verkefnum.