Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1416235476.21

    Almenn félagsfræði
    FÉLA2AA05
    42
    félagsfræði
    Almenn félagsfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Fjallað er um sögu félagsfræðinnar, helstu frumkvöðla og kenningar. Einnig um grunneiningar samfélagsins (s.s. fjölskyldan, stjórnkerfið, efnahagskerfið og trúarbrögðin) og þær skoðaðar frá sjónarhorni félagsfræðinnar. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist skilning á því hvernig samfélagið mótar manninn og maðurinn samfélagið. Nemendur fá þjálfun í að afla, greina og meta á gagnrýninn hátt upplýsingar um samfélagið. Helstu viðfangsefnin eru kynning á félagsfræðinni sem fræðigrein, rannsóknaraðferðum og grundvallarhugtökum hennar. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á umhverfi sínu og sjálfbærni þess svo að þeir verði færir um að taka virkan þátt í samfélagslegum umræðum og mynda sér skoðanir á meðvitaðan og gagnrýninn hátt. Nemendur kynna sér félagslega þætti sem stýra hegðun og athöfnum einstaklingsins og keppt er að því að nemendur öðlist skilning á skipulagi eigin samfélags og annarra. Meginmarkmið áfangans er að nemendur átti sig á því hvernig samfélagið hefur áhrif á þá og hvernig þeir geta haft áhrif á samfélagið.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þróun félagsfræðinnar sem vísindagreinar, helstu upphafsmönnum hennar, grundvallarkenningum og helstu rannsóknaraðferðum
    • félagslegu umhverfi sínu með því að skýra tengsl einstaklings og samfélags með beitingu félagsfræðilegra hugtaka eða kenninga
    • að nemandinn kynnist og geti beitt ýmsum grundvallarhugtökum félagsvísinda á íslenskt þjóðfélag.
    • menningarlegri margbreytni.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita ýmsum grundvallarhugtökum félagsvísinda á íslenskt þjóðfélag
    • skilja grunnþætti íslensks þjóðfélags
    • skilja hvernig samfélagið hefur áhrif á hann og hvernig hann getur haft áhrif á samfélagið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina og meta upplýsingar um samfélagið svo að þeir geti tekið gagnrýna afstöðu til viðburða á hverjum tíma
    • beita sjálfstæðum vinnubrögðum með því að afla sér heimilda og koma þekkingu sinni á framfæri bæði í ræðu og riti
    Kaflapróf, ýmis hópverkefni og lokapróf