Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1416236305.77

    Afbrotafræði
    FÉLA2BA05
    47
    félagsfræði
    Inngangur að afbrotafræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Farið er í helstu kenningar afbrotafræðinnar og þeim beitt á viðfangsefni samfélagsins sem eru í brennidepli hverju sinni. Frumkvöðlum afbrotafræðinnar eru gerð skil og framlagi þeirra til greinarinnar. Tekin verða fyrir helstu tegundir afbrota, þróun afbrota á Íslandi og þær breytingar skoðaðar sem hafa orðið á brotum og brotaminnstri á Íslandi. Gerð verður grein fyrir refsivörslukerfinu með áherslu á þróun refsinga og betrunar. Einnig er hlutdeild kvenna í afbrotum skoðuð sem og viðhorf íslendinga til afbrota
    FÉLA2AA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • samstöðu-, samskipta- og átakasjónarhornum afbrotafræðinnar
    • helstu hugtökum afbrotafræðinnar, s.s. frávik, stimplun og félagslegt taumhald
    • helstu tegundum frávika og afbrota
    • aðferðum sem samfélög beita og hafa beitt til að taka á afbrotum
    • sérstöðu afbrotafræðinnar og skyldleika hennar við aðrar greinar félagsvísinda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla upplýsinga um frávik og afbrot og viðbrögðum samfélagsins, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
    • beita helstu hugtökum og kenningum afbrotafræðinnar
    • greina mismunandi tegundir afbrota út frá ólíkum sjónarhornum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta lagt mat á upplýsingar um frávik, afbrot og viðbrögð samfélagsins við afbrotum
    • geta tjáð sig í ræðu og riti um samfélagsleg álitamál er tengjast afbrotum og viðbrögðum samfélagins við þeim
    • vita hvað felst í fræðilegum vinnubrögðum, kunna að leita að heimildum, meta gæði þeirra og vísa rétt í þær
    Símatsáfangi