Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1416236363.96

    Brautryðjendur og helstu viðfangsefni
    FÉLA2BB05
    38
    félagsfræði
    Brautryðjendur og helstu viðfangsefni
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Fjallað er um frumkvöðla félagsfræðinnar og gerð grein fyrir helstu kenningum félagsfræðinnar í tengslum við þekktar rannsóknir. Þá er skoðað hvernig ólíkar félagsfræðikenningar líta á frávik, kynferði, kynþætti, samskipti og stétt. Nemendur fá þjálfun í að beita félagsfræðilegu innsæi á tiltekið viðfangsefni. Meginmarkmið áfangans er að nemendur öðlist dýpri skilning á félagsfræðilegum hugtökum og kenningum og geti beitt þeim við túlkun og greiningu á samfélaginu. Einnig að þeir verði færir um að taka afstöðu til og fjalla á gagnrýninn hátt um texta sem fjallar um helstu viðfangsefni félagsfræðinnar. Í verkefnavinnu eiga nemendur að glíma bæði við megindlega- og eigindlega rannsóknarhefð. Ætlast er til þess að nemendur sýni frumkvæði og frumleika í þessari rannsóknarvinnu.
    FÉLA2AA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum félagsfræðinnar.
    • framlagi helstu frumkvöðla félagsfræðinnar til greinarinnar.
    • helstu kenningum félagsfræðinnar.
    • helstu rannsóknarhefðum félagsfræðinnar.
    • helstu rannsóknarsviðum félagsfræðinnar.
    • helstu álitamálum innan félagsfræðinnar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita hugtökum félagsfræðinnar á viðfangsefni daglegs lífs.
    • beita félagsfræðikenningum við túlkun og greiningu á samfélaginu, bæði almennt og á tiltekin viðfangsefni.
    • skilja stöðu sína og annarra innan samfélagsins.
    • beita rannsóknaraðferðum innan MR- og ER hefðarinnar á tiltekin viðfangsefni.
    • beita sjálfstæðum vinnubrögðum við að afla sér heimilda úti í samfélaginu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leggja mat á félagsfræðirannsóknir.
    • beita sýn félagsfræðinnar á tiltekið félagslegt fyrirbæri.
    • afla sér traustra upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta í verkefnavinnu.
    • tjá sig á skipulegan hátt, geta rökstutt og tekið gagnrýna afstöðu til samfélagslegra álitamála.
    Lokapróf og ýmis önnur verkefni.