Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1416237499.77

    Fjölmiðlafræði
    FÉLA2BF05
    44
    félagsfræði
    fjölmiðlar í ljósi félagsfræðinnar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Markmiðið með áfanganum er m.a. að nemendur þekki til sögu og þróunar fjölmiðla, geti gert grein fyrir ólíkum tegundum fjölmiðla og einkennum þeirra. Að þeir geti gert grein fyrir ólíkum kenningum um áhrif fjölmiðla, viti hvernig fréttir berast til fjölmiðla, og viti hvernig starfsfólk á fréttastofum vinnur úr þeim upplýsingum sem valdar eru til birtingar. Markmiðið er einnig að nemendur geri sér grein fyrir áhrifamætti fjölmiðla á viðhorf og hegðun einstaklinga, að þeir kanni hvort sumar skoðanir eigi greiðari aðgang að fjölmiðlum en aðrar og síðast en ekki síst að nemendur sýni getu til að meta á gagnrýnin hátt samfélagsleg málefni.
    FÉLA2AA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu og þróun fjölmiðla
    • hvernig fréttir berast til fjölmiðla
    • hvernig starfsfólk á fjölmiðlum vinnur úr þeim upplýsingum sem valdar eru til birtingar
    • áhrifamætti fjölmiðla á viðhorf og hegðun einstaklinga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • að skoða fjölmiðla út frá sjónarhorni og hugtökum félagsfræðinnar
    • greina ólíkar tegundir fjölmiðla og einkenni þeirra
    • meta hvort sumar skoðanir eigi greiðari aðgang að fjölmiðlum en aðrar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina ólíkar kenningar um áhrif fjölmiðla
    • meta á gagnrýninn hátt samfélagsleg málefni
    • beita öguðum vinnubrögðum, taka ábyrgð á eigin námi og geta unnið í samvinnu við aðra
    • geta tjáð sig í ræðu og riti um samfélagsleg álitamál
    • vita hvað felst í fræðilegum vinnubrögðum, kunna að leita að heimildum, meta gæði þeirra og vísa rétt í þær
    Verkefni og lokapróf