Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1416237776.71

    Alþjóðastjórnmál
    FÉLA3CS05
    32
    félagsfræði
    Alþjóðastjórnmál
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Fjallað er um fræðilegan grundvöll alþjóðastjórnmála og megin einkenni alþjóðlega stjórnmálakerfisins. Vígbúnaðarkapphlaupið í alþjóðakerfinu, orsakir þess, afvopnunarmál, frið og friðarhreyfingar, árekstrar ólíkra menningarheima og hryðjuverkastarfsemi. Þá verður rætt um alþjóðavæðingu eins og hún birtist í vaxandi samfléttum í alþjóðasamfélaginu og aukinni efnahagslegri- og pólitískri samvinnu á alþjóðavettvangi. Einnig um endalok kalda stríðsins og þau þjóðernisátök sem fylgdu í kjölfarið. Að lokum er fjallað um samband umhverfis- og þróunarmála og pólitískar kenningar um umhverfiskreppuna. Rætt um lýðræði í tengslum við ólík stjórnkerfi landa, sjálfbærni í tengslum við umhverfis- og þróunarmála og jafnrétti er tekið fyrir meðal annars í tengslum við viðfangsefni samstarf og samningaumleitanir milli þjóða og/eða alþjóastofnanna. Þá er ræt um heilbrigði og velferð í tengslum afvopnunarmál og friðarhreyfingar.
    Nemendur þurfa að hafa lokið annað hvort FÉLA2BB05 eða FÉLA2BS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • alþjóðastjórnmálum og um hvað þau snúast
    • helstu hugtökum og kenningum sem stjórnmálafræðin hefur beitt til að greina samskipti ríkja og alþjóðlega kerfið.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita kenningum og hugtökum til að greina þá þætti sem nú einkenna alþjóðastjórnmálin
    • beita kenningum og hugtökum til að greina helstu álitamál í alþjóðastjórnmálum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka rökstudda afstöðu til helstu þátta sem nú einkenna alþjóðastjórnmálin
    • taka rökstudda afstöðu til helstu hugmyndakerfa í alþjóðastjórnmálum.
    Áfanginn er próflaus en námsmatið byggir á kaflaprófum og ýmsum verkefnum.