Kynning á sálfræði sem fræðigrein, eðli hennar, uppruna, sögu og þróun. Helstu stefnur og sjónarmið í sálfræði eru kynnt og störf sálfræðinga á ýmsum sviðum. Farið er nánar í ýmis efni, svo sem minni, námssálfræði, heilann og geðraskanir. Jafnframt er farið í minnistækni og grein gerð fyrir hagnýtu gildi sálfræðinnar m.a. við nám, uppeldi og mótun hegðunar. Loks eru helstu rannsóknaraðferðir kynntar.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
fjölbreytileika sálfræðinnar sem fræðigreinar
sögu sálfræðinnar og átti sig á því að hægt er að nálgast sálfræðileg viðfangsefni frá ólíkum sjónarhornum
helstu undirgreinum sálfræðinnar
helstu frumkvöðlum eða kenningasmiðum í sálfræði
hugrænni sálfræði, námssálfræði og líffræðilegri sálfræði
mannlegu sálarlífi, mannlegum samskiptum og hvað stjórnar hegðun
grunnhugtökum aðferðafræði og tölfræði er lúta að sálfræði sem vísindagrein
helstu siðareglum sálfræðinnar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita vísindalegri hugsun og vinnubrögðum
beita algengustu hugtökum sálfræðinnar á skýran og skilmerkilegan hátt
skoða eigin hegðun og sálarlíf, sem og annarra, út frá grunnhugtökum sálfræðinnar
búa sjálfur til einfalda tilraun og framkvæma hana
framfylgja helstu siðareglum við gerð sálfræðilegra rannsókna
framkvæma einfalda tölfræðilega útreikninga á sviði sálfræði
tjá kunnáttu sína bæði í ræðu og riti
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
átta sig á því að hegðun og sálarlíf er háð samspili margra áhrifaþátta
átta sig á hvað mótar eigin sjálfsmynd
setja fram eigin rannsóknarniðurstöður með gagnrýnum hætti
taka gagnrýni með jákvæðum og opnum huga
afla sér upplýsinga á fagsviði sálfræðinnar og meta gildi þeirra
efla eigin siðferðisvitund og sýna öðru fólki, m.a. af öðrum menningarsvæðum, umburðarlyndi og stuðla þannig friðsamari samskiptum manna á meðal