Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1416303740.71

    Íslenska 1 - Lestur og ritun
    ÍSLE2AA05
    55
    íslenska
    Lestur og ritun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn er fyrsti áfangi í íslensku. Í áfanganum er lögð mikil áhersla á lestur. Nemendur lesa fjölbreytta texta og fjalla um þá, bæði bókmenntir og annars konar texta. Lögð er áhersla á fjölbreytt læsi, ekki síst að lesa á gagnrýnan hátt. Kennd eru helstu hugtök sem notuð eru við að greina ljóð og laust mál og nemendur þjálfaðir í að beita þeim. Fjallað er um byggingu ritsmíða og röksemdafærslu. Lögð er áhersla á að ritun er ferli og nemendum er kennt að skrifa í skrefum. Nemendur eru þjálfaðir í að skrifa margs konar texta, bæði hlutlæga og huglæga, kenndur frágangur ritaðs máls og notkun hjálpargagna svo sem handbóka, orðabóka og leiðréttingarforrita. Grundvallaratriði málfræði eru rifjuð upp og notuð í umfjöllun um íslenskt mál, bæði lesna texta og frumsamda. Nemendur eru þjálfaðir í upplestri á eigin textum og annarra ásamt flutningi annars konar munnlegra verkefna. Nemendur eru þjálfaðir í stafsetningu og ætlast er til að þeir geti stafsett rétt með því að nota stafsetningarorðabók og leiðréttingarforrit.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Helstu hugtökum við ritgerðasmíð.
    • Helstu hugtökum sem notuð eru við að greina ljóð og laust mál.
    • Helstu einkennum bundins máls.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Nýta helstu hugtök við ritgerðasmíð.
    • Nýta sér hugtök málfræði í umfjöllun um íslenskt mál, bæði lesna texta og frumsamda.
    • Nýta sér hjálpargögn, svo sem handbækur, orðabækur og leiðréttingarforrit, til að ganga frá rituðu máli.
    • Geta lesið upp eigin texta og annarra á skýran hátt.
    • Nýta helstu hugtök við að greina ljóð og laust mál.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Skrifa læsilega texta af ýmsu tagi.
    • Skrifa bókmenntaritgerð og nýta sér þar hugtök textagreiningar.
    • Geta greint á milli ólíkra málsniða og nota viðeigandi málsnið.
    • Geta túlkað ljóð og laust mál og nýtt sér viðeigandi hugtök.
    Námsmat byggir á fjölbreyttri verkefnavinnu í ræðu og riti, auk lokaprófs. Notaðar eru margs konar matsaðferðir, til dæmis jafningjamat og sjálfsmat.