Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1416303949.45

    Íslands- og mannkynssaga á 20. og 21. öld
    SAGA2AA05
    45
    saga
    íslands- og mannkynssaga á 20. og 21. öld
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Mannkyns- og Íslandssaga á 20. og 21. öld. Inngangsáfangi í sögu á öllum brautum. Unnið er út frá nokkrum ákveðnum lykilártölum, atburðum og þemum tengdum þeim. Tekið er mið af grunnþáttum menntunar samkvæmt aðalnámskrá við val á viðfangsefnum. Þau eru: Aldamótin 1900, stríð og stórveldastjórnmál, kreppuár, kalda stríðið, frelsisbarátta nýlenda, mannréttindabarátta, jafnréttisbarátta, ný heimsmynd að loknu köldu stríði og heimurinn á 21. öld. Nemendur skoða orsakir og afleiðingar tengdar þessum atburðum og skoða samfélagslegt samhengi þeirra.
    Engar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Baráttu fólks fyrir mannréttindum, jafnrétti, menningar- og pólitísku sjálfstæði og umhverfisvernd á umræddu tímabili
    • Högum og daglegu lífi fólks á tímabilinu
    • Stórveldum og stríðum og áhrifum þeirra á líf fólks á 20. öld
    • Þróun og vexti ríkisvalds á 20. öld
    • Efnahags-, tækni- og umhverfisþróun 20. og 21. aldar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með heimildatexta bæði á íslensku og ensku
    • greina mismunandi heimildir, t.d. sagnfræðitexta, dagblöð og ljósmyndir
    • greina sögulega þróun og samhengi hennar
    • koma frá sér sögulegum fróðleik og greiningu bæði í texta og munnlega
    • skrifa styttri ritgerð sem svarar ákveðinni rannsóknarspurningu
    • setja upp heimildaskrá í samræmi við hefðir sagnfræðinnar
    • tjá sig um söguleg málefni við kennara og jafningja
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á hvernig samfélagsþróun 20. aldarinnar hefur mótað nútímasamfélag
    • bera saman mismunandi menningarsvæði og tímabil
    • samþætta þekkingu á sögulegu efni og leikni í ritgerðarskrifum
    • lesa, túlka og setja sögulegar heimildir í samhengi við liðna tíma
    • leggja mat á sögulega þróun með tilliti til mannréttinda, jafnréttis, sjálfbærni, lýðræðis og velferðar
    Lokapróf, stutt ritgerð og annarvinna.