Saga Evrópu og Miðausturlanda frá síðfornöld fram til loka miðalda, um 500 til 1500 e.Kr. Framhaldsáfangi í sögu. Viðfangsefni áfangans er vestur evrópsk miðaldasaga með viðbótum úr sögu Miklagarðsríkis, Íslams, og Austur Evrópu á miðöldum. Sagan spannar um það bil tímabilið 500 til 1500 e.Kr. Nemendur kynnast þeirri sögu sem oft hefur verið skipað til hliðar í vestrænni menningarsögu en er þó grundvöllur nútímasamfélaga að mörgu leyti. Hugað verður sérstaklega að þessum tengslum nútíma og miðalda.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
áhrifum kynhlutverka og stéttskiptingar á líf fólks í miðöldum
helstu atburðum úr miðaldasögu sem vísað er til í samtímanum
helstu hugtökum, kenningum, viðfangsefnum og aðferðum miðaldarsögu
hlutverki og mikilvægi trúarbragða á miðöldum
meginstiklum í tækni-, vísinda- og atvinnuþróun miðalda
mikilvægi miðaldasögu fyrir upplýsta samfélagslega umræðu og gagnrýna hugsun
mismunandi sjónarhornum á samfélagsleg gildi og siðferði á miðöldum
mismunandi stjórnkerfum miðalda, kostum þeirra og göllum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
flytja framsögu um afmarkað sögulegt efni
greina söguleg viðfangsefni á gagnrýninn hátt
rannsaka afmarkað sögulegt efni
setja fram söguleg viðfangsefni á skýran, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt
skrifa texta sem byggja á ítarlegri heimildaöflun og úrvinnslu gagna
taka þátt í umræðum og verja rökstudda afstöðu sína
vinna að verkefnum með samnemendum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
að meta áhrif miðaldarsamfélaga á sitt eigið samfélag og sína eigin sjálfsmynd
að meta umfjöllun um miðaldir í nútímamiðlum
að taka frumkvæði í þekkingaröflun
að taka siðferðislega afstöðu til siða og atburða miðalda
að taka þátt í málefnalegum umræðum og rökræðum um sögu og samfélög miðalda
að útskýra viðhorf miðaldafólks til ýmissa málefna
Tímaverkefni, fyrirlestur, stutt ritgerð, frjálst hópverkefni og val um lokapróf eða lokaverkefni.