Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1416574562.76

    Sænska 3 Bókmenntaáfangi
    SÆNS3CC05
    1
    sænska
    Sænska 3
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Sænska er notuð sem kennslumál í öllum áföngum. Í þessum áfanga eru lesnar tvær skyldubækur, ein kjörbók ásamt völdum sænskum textum. Nemendur lesa textana og svara síðan spurningum bæði skriflega og munnlega um þá. Í kennslustundunum ræða nemendur um textana og sænskar bókmenntir. Áfanginn er undanfari fyrir eftirfarandi áfanga: SÆNS3DD05 og SÆNS3EE05.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig hann geti notað málið markvisst til þess að miðla fróðleik, bæði munnlega og skriflega, og kynnast sænskri bókmenntamenningu eins og t.d. Astrid Lindgren, Liza Marklund, Per Lagerkvist og August Strindberg.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • geta sýnt í verki aukið vald á ritmáli og fjölbreyttari orðaforða
    • geta átt frumkvæði að því að nota málið til að leysa margvísleg verkefni, bæði munnlega og skriflega
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta lesið úrval sænskra bókmennta, þekkja hugtök og helstu aðferðir við bókmenntagreiningu
    • vita deili á sænskri bókmenntasögu
    • geta fylgst með sænskri menningu í bókmenntum, kvikmyndum o. fl.
    Námsmat í SÆNS3CC05 er símat og byggist á vinnuframlagi nemenda á önninni.