Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1416834406.44

  Föll og diffrun
  STÆR3CQ05
  59
  stærðfræði
  föll og deildun. Annar áfangi
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Diffrun, vísis- og lograföll, runur og raðir
  Nemandi skal hafa lokið STÆR2BQ05 eða sambærilegum áfanga
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Margliðum, ræðum föllum, vísis- og lograföllum og lograreglum.
  • Skilgreiningu á afleiðu falls og reiknireglum fyrir diffrun
  • Diffrun margliða, veldisfalla, vísisfalla og ræðra falla.
  • Mismunarunum, kvótarunum, mismuna- og kvótaröðum og hagnýtingu þeirra.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Réttri beitingu táknmáls í diffurreikningi.
  • Diffrun falla.
  • Að greina hvaða aðferðir eiga við í diffrun mismunandi falla.
  • Túlka lausnir á jöfnum myndrænt
  • Beita diffrun við könnun falla
  • Leysa vísis- og lograjöfnur
  • Leysa hagnýt dæmi um jafngreiðslur.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Setja lausnir sínar skipulega fram og nota stærðfræðilegt táknmál rétt.
  • Skilja merkingu og tengsl hugataka í námsefninu og geti unnið með þau.
  • Beita diffrun við lausn hagnýtra viðfangsefna svo sem bestunarverkefna.
  • Beita vísis- og lograföllum við lausn hagnýtra verkefna.
  • Beita reglum um kvótarunur og raðir til að vinna með jafngreiðslur.
  Námsmat byggir á frammistöðu á lokaprófi og vinnu yfir önnina. Vinna yfir önnina samanstendur af verkefnavinnu, tímaæfingum og heimaverkefnum.