Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1416834734.19

    Þrautalausnir, valáfangi fyrir alla.
    STÆR3CÞ03
    61
    stærðfræði
    Þrautalausnir
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    Stærðfræðiþrautir og -keppnisdæmi.
    Nemandi skal hafa lokið STÆR2BB05 eða STÆR2BQ05.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Helstu aðferðum sem beitt er við lausn dæma á stærðfræðikeppnum. Meðal þeirra atriða sem unnið er með eru grunnatriði úr rúmfræði horna við hring, einslaga þríhyrningar, rökfræðiþrautir, uppsetning jafna og lausn algebrudæma, frumþáttun talna og leifareikningur.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Umrita orðadæmi og stærðfræðisögur yfir á táknmál stærðfræðinnar.
    • Brjóta dæmi niður og skoða þau frá mismunandi hliðum (fara mismunandi lausnaleiðir).
    • Beita rökum í meðferð rökfræðidæma.
    • Beita frumþáttun og leifareikningi við lausn talnafræðidæma.
    • Beita grunnreglum Evklíðskrar rúmfræði við lausn rúmfræðidæma.
    • Beita aðferð Gauss við að leggja saman liði runu.
    • Beita hugarreikningi og átta sig á hvaða aðferðir eru bestar við lausn hvaða dæma (þekkja hvaða dæmi tilheyra algebru, talnafræði, talningarfræði, rúmfræði og fléttufræði).
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Setja lausnir sínar skipulega fram og og nota stærðfræðilegt táknmál rétt.
    • Útskýra lausnir sínar fyrir öðrum nemendum.
    • Skilja merkingu og tengsl hugtaka í rúmfræði og vinna með þau.
    • Nýta sér þá þekkingu og leikni sem hann öðlast í áfanganum til að setja fram stærðfræðilegar sannanir og til að tengja saman ólíka efnisþætti.
    • Beita gagnrýnni og skapandi hugsun og innsæi við lausn verkefna og þrauta.
    • Klæða verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa þau og túlka lausnirnar.
    Námsmat byggist á frammistöðu á lokaprófi og vinnu á önninni, þ.e. á vinnu verkefna og þrauta í tímum, þátttöku í forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema og kynningum á eigin dæmalausnum við töflu.