Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1416998104.21

    Stærðfræði 5 - Heildun, runur og raðir, diffurjöfnur.
    STÆR3EE05
    63
    stærðfræði
    Heildun, diffurjöfnur, runur og raðir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Heildun, diffurjöfnur, runur og raðir, þrepun.
    Nemandi skal hafa lokið STÆR3DD05.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Diffrun vísis- og lografalla. Andhverfur hornafalla og diffrun þeirra. Heildun og heildunaraðferðir. Notkun heildunar til að leysa flatarmáls og rúmmálsdæmi. Þrepun, runur og raðir og einfaldar diffurjöfnur.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Beita táknmáli í meðferð falla og í útreikningi heilda.
    • Beita heildunarreikningi til að finna flatarmál svæða og rúmmál snúða.
    • Beita þrepun til að sanna reglur.
    • Beita runum og röðum til að leysa ýmis vandamál.
    • Nota grafíska vasareikna við lausn verkefna.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Setja lausnir sínar skipulega fram og og nota stærðfræðilegt táknmál rétt.
    • Skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau.
    • Nýta sér þá þekkingu og leikni sem hann öðlast í áfanganum til að setja fram stærðfræðilegar sannanir og til að tengja saman ólíka efnisþætti.
    • Beita gagnrýnni og skapandi hugsun og innsæi við lausn verkefna og þrauta.
    • Klæða verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa þau og túlka lausnirnar.
    Námsmat byggist á frammistöðu á lokaprófi og vinnu á önninni, þ.e. á verkefnavinnu, tímaæfingum og heimaverkefnum.