Stærðfræði 5 - Heildun, runur og raðir, diffurjöfnur.
STÆR3EE05
63
stærðfræði
Heildun, diffurjöfnur, runur og raðir
Samþykkt af skóla
3
5
Heildun, diffurjöfnur, runur og raðir, þrepun.
Nemandi skal hafa lokið STÆR3DD05.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Diffrun vísis- og lografalla. Andhverfur hornafalla og diffrun þeirra. Heildun og heildunaraðferðir. Notkun heildunar til að leysa flatarmáls og rúmmálsdæmi. Þrepun, runur og raðir og einfaldar diffurjöfnur.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Beita táknmáli í meðferð falla og í útreikningi heilda.
Beita heildunarreikningi til að finna flatarmál svæða og rúmmál snúða.
Beita þrepun til að sanna reglur.
Beita runum og röðum til að leysa ýmis vandamál.
Nota grafíska vasareikna við lausn verkefna.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Setja lausnir sínar skipulega fram og og nota stærðfræðilegt táknmál rétt.
Skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau.
Nýta sér þá þekkingu og leikni sem hann öðlast í áfanganum til að setja fram stærðfræðilegar sannanir og til að tengja saman ólíka efnisþætti.
Beita gagnrýnni og skapandi hugsun og innsæi við lausn verkefna og þrauta.
Klæða verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa þau og túlka lausnirnar.
Námsmat byggist á frammistöðu á lokaprófi og vinnu á önninni, þ.e. á verkefnavinnu, tímaæfingum og heimaverkefnum.