Pólhnit, tvinntölur, diffurjöfnur, notkun diffrunar og heildunar.
Nemandi skal hafa lokið STÆR3EE05.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Helstu eiginleikum tvinntalna og lausnum einfaldra margliðujafna í tvinntalnakerfinu.
Annars stigs línulegum diffurjöfnum og tengslum þeirra við tvinntölur.
Hvernig hægt er að nota diffurjöfnur til að leysa orðadæmi.
Mismunandi aðferðum við diffrun og heildun og notkun þessara aðferða við lausn ýmissa verkefna.
Þrívíðu hnitakerfi og nokkrum lykilhugtökum í þrívíðri rúmfræði.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Beita táknmáli í meðferð pólhnita og tvinntalna og þrívíddarhnita.
Beita heildunarreikningi til að finna rúmmál hluta og diffrun til að rannsaka ýmsa ferla.
Leysa bestunardæmi sem byggjast á samþættingu aðferða úr fyrri áföngum.
Vinna með nokkur lykilhugtök þrívíddarrúmfræði.
Setja lausnir fram með ítarlegum og nákvæmum hætti.
Nota grafíska vasareikna eða tölvur við lausn verkefna.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Setja lausnir sínar skipulega og rétt fram, þannig að táknmál, texti og skýringarmyndir renni saman í læsilega heild.
Skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau.
Nýta sér þá þekkingu og leikni sem hann öðlast í áfanganum til að setja fram stærðfræðilegar sannanir og til að tengja saman ólíka efnisþætti, meðal annars úr fyrri áföngum.
Beita gagnrýnni og skapandi hugsun og innsæi við lausn verkefna og þrauta.
Klæða verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa þau og túlka lausnirnar.
Námsmat byggist á frammistöðu á lokaprófi og vinnu á önninni, þ.e. á verkefnavinnu, tímaæfingum og heimaverkefnum.