Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1416998250.35

    Heildun, tvinntölur og diffurjöfnur
    STÆR3FU05
    64
    stærðfræði
    Heildun, tvinntölur og diffurjöfnur
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Pólhnit, tvinntölur, diffurjöfnur, notkun diffrunar og heildunar.
    Nemandi skal hafa lokið STÆR3EE05.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Helstu eiginleikum tvinntalna og lausnum einfaldra margliðujafna í tvinntalnakerfinu.
    • Annars stigs línulegum diffurjöfnum og tengslum þeirra við tvinntölur.
    • Hvernig hægt er að nota diffurjöfnur til að leysa orðadæmi.
    • Mismunandi aðferðum við diffrun og heildun og notkun þessara aðferða við lausn ýmissa verkefna.
    • Þrívíðu hnitakerfi og nokkrum lykilhugtökum í þrívíðri rúmfræði.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Beita táknmáli í meðferð pólhnita og tvinntalna og þrívíddarhnita.
    • Beita heildunarreikningi til að finna rúmmál hluta og diffrun til að rannsaka ýmsa ferla.
    • Leysa bestunardæmi sem byggjast á samþættingu aðferða úr fyrri áföngum.
    • Vinna með nokkur lykilhugtök þrívíddarrúmfræði.
    • Setja lausnir fram með ítarlegum og nákvæmum hætti.
    • Nota grafíska vasareikna eða tölvur við lausn verkefna.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Setja lausnir sínar skipulega og rétt fram, þannig að táknmál, texti og skýringarmyndir renni saman í læsilega heild.
    • Skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau.
    • Nýta sér þá þekkingu og leikni sem hann öðlast í áfanganum til að setja fram stærðfræðilegar sannanir og til að tengja saman ólíka efnisþætti, meðal annars úr fyrri áföngum.
    • Beita gagnrýnni og skapandi hugsun og innsæi við lausn verkefna og þrauta.
    • Klæða verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa þau og túlka lausnirnar.
    Námsmat byggist á frammistöðu á lokaprófi og vinnu á önninni, þ.e. á verkefnavinnu, tímaæfingum og heimaverkefnum.