Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1416998395.78

    Línuleg algebra
    STÆR4EL05
    6
    stærðfræði
    Línuleg algebra
    Samþykkt af skóla
    4
    5
    Línuleg jöfnuhneppi og lausnir þeirra. Fylkjareikningur, framsetning línulegra jöfnuhneppa með fylkjum. Vigrar og vigurrúm. Eigingildi vigra og tilsvarandi eiginvigrar. Línur og sléttur, innfeldi vigra. Fjarlægðar - og hornamælingar. Línulegir virkjar og framsetning þeirra með fylkjum. Efnisþættir geta verið breytilegir milli anna.
    Nemandinn skal hafa lokið STÆR3DD05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Línulegum jöfnuhneppum og mismunandi framsetningum slíkra hneppa.
    • Fylkjum, fylkjaaðgerðum og sambandi milli fylkja og línulegra jöfnuhneppa.
    • Fylkjareikningi og andhverfum fylkja.
    • Einföldum fylkjum og hlutverki þeirra í fylkjaaðgerðum og andhverfureikningi.
    • Mismunandi gerðum fylkja, hornalínu-, þríhyrnings- og samhverfra fylkja.
    • Ákveðum fylkja og hlutverki þeirra í andhverfureikningi.
    • Vigrum í n-viðu Evklíðsku rúmi, vigurreikningi og tilsvarandi innréttingum svo sem innfeldi, lengdar- og hornamælingum.
    • Lýsingu á línum og sléttum í n-víðu Evklíðsku rúmi.
    • Grunnhugtökum almenns vigurrúms svo sem hlutrúmi, grunni og vídd.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Framsetningu og einföldun línulegra jöfnuhneppa.
    • Að beita fylkjaaðgerðum við einföldun línulegra jöfnuhneppa.
    • Að greina milli gerða lausnarmengja línulegra jöfnuhneppa
    • Fylkjareikningi, andhverfureikningi og þáttun fylkja.
    • Vigurreikningi, lengdar- og hornamælingum.
    • Að beita viðeigandi aðgerðum í lengdar og fjarlægðarmælingum í n-víðu Evklíðsku vigurrúmi.
    • Að greina hlutrúm í vigurrúmi.
    • Að ákvarða grunn og vídd hlutrúma.
    • Að sýna hvernig framsetning vigra er háð vali á grunn.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Átta sig á að fylkjareikningur er hluti af sjálfstæðu rannsóknarsviði stærðfræðinnar.
    • Setja viðeigandi vandamál fram sem línulegt jöfnuhneppi
    • Að greina línuleg jöfnuhneppi og lausnarmengi út frá tilsvarandi fylkjum og eiginleikum þeirra.
    • Lýsa innréttingum Evsklíðskra vigurrúma með tilliti til fylkja.
    • Vera fær um að lesa og skilja viðeigandi vandamál og vera fær um að setja vandamálið í þann búning að aðferðir línulegrar algebru leiði til viðeigandi lausnar.
    • Rekja viðeigandi lausnir á skipulegan hátt og vera fær um að gagnrýna eigin aðferðir.
    • Að skilja og vera fær um að rökstyðja eigin lausnir.
    • Leysa verkefni á sviði ýmissa greina svo sem hagfræði, náttúruvísinda og umhverfisfræði þar sem einfaldur fylkjareikningur og innréttingar Evklíðsra rúma leiðir til niðurstöðu.