Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1417001895.53

    Eðlisfræði 1 - Aflfræði og varmafræði
    EÐLI2AA05
    27
    eðlisfræði
    afstæðiskenning og aflfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn er fyrsti áfanginn í eðlisfræði og er grunnur fyrir frekara nám í eðlisfræði. Farið er yfir grunnhugtök í aflfræði og varmafræði en mikil áhersla er lögð á að kenna vinnubrögð, bæði við úrlausn verkefna og við verklegar æfingar. Nemendur eru þjálfaðir í notkun táknmáls eðlisfræðinnar og lausn dæma. Nemendur framkvæma nokkrar tilraunir í áfanganum.
    Nemendur þurfa að hafa lokið STÆR2AA05 eða sambærilegu fyrir áfangann.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • SI - einingakerfinu og mikilvægi eininga í eðlisfræðinni.
    • helstu hugtökum, jöfnum og lögmálum í hreyfifræði, aflfræði og vermafræði.
    • gröfum sem lýsa hreyfingu.
    • muninum á stigstærð og vigrum.
    • hreyfingu hluta á skáflötum og hvaða kraftar hafa áhrif á hreyfinguna.
    • tengslum afl- og varmafræði við umhverfið.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota einingar SI-kerfisins og breyta algegnum einingum úr öðrum mælieiningakerfum í SI-einingar.
    • lesa nauðsynlegar upplýsingar úr texta til að geta leyst dæmi og verkefni.
    • nota jöfnur og lögmál hreyfifræði, aflfræði og varmafræði við að leysa dæmi og verkefni.
    • nota vigra við að leysa dæmi í hreyfifræði og aflfræði, bæði með samlagningu og liðun vigra.
    • setja fram og túlka gröf sem lýsa hreyfingu hluta.
    • framkvæma einfaldar tilraunir þar sem verklýsingu er fylgt.
    • skrá niðurstöður mælinga á skipulegan hátt.
    • nota viðeigandi hugbúnað og tölvubúnað við mælingar og úrvinnslu gagna.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera sér grein fyrir helstu viðfangsefnum eðlisfræðinnar.
    • útskýra munnlega hugtök afl- og varmafræðinnar.
    • sýna fram á lögmál afl- og varmafræðinnar með því að gera tilraunir einn eða í samstarfi við aðra.
    • leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra.
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu.
    • yfirfæra þekkingu úr öðrum greinum (s.s. stærðfræði og efnafræði) við lausn verkefna.
    • meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar.
    • tengja afl- og varmafræði við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi fræðanna.
    Námsmat byggir á heimadæmum, verklegum æfingum og lokaprófi.