Stofnföll, óákveðið heildi. Aðferðir við að reikna út heildi. Ákveðið heildi. Hagnýting heildareiknings. Yfir-, undir- og millisummur og ákveðið heildi. Deildarjöfnur af fyrsta stigi. Runur og raðir.
STÆR3DF05 eða sambærilegur áfangi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
heildareikningi, kunna ýmsar aðferðir til að leysa heildi, kunna helstu reglur um ákveðið og óákveðið heildi
hagnýtingu heildis t.d. geti reiknað út flatarmál svæða sem afmarkast af gröfum falla
rúmmáli snúða þegar flatarmáli er snúið um ása hnitakerfisins
undirstöðusetningu deildar- og heildunarreiknings og sönnun hennar
grunnatriðum í meðferð 1. stigs deildarjafna
endanlegum og óendanlegum runum og röðum, t.d. geti skilgreint runur og reiknað markgildi runa af einföldum gerðum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
þekkja og vinna með hinar ýmsu aðferðir í deildar- og heildunarreikningi
vinna með reglur um ákveðið og óákveðið heildi í lausn fjölbreyttra verkefna
vinna með undirstöðuatriði í deilda- og heildunarreikningi
leysa 1.stigs deildarjöfnur og vinna með þær
vinna með runur og raðir og geti fundið markgildi þeirra
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta hinar ýmsu reglur í deildar- og heildarreikningi í dæmum tengdum raunveruleikanum
greina á milli ákveðins og óákveðins heildunarreiknings
nota deildarreglur til þess að leysa ýmsar gerðir deildarjafna
nýta sér runur og raðir í dæmum tengdum raunveruleikanum
skrá lausnir sýna skipulega og geti rökstutt þær við aðra
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.