Í áfanganum er lögð áhersla á grundvallaratriði næringarfræðinnar, einkum orkuefnin og upplýsingar um næringu til neytenda. Helstu efnisþættir áfangans eru orkuefnin, melting matar, merkingar matvæla, upplýsingalæsi, ráðleggingar embættis landlæknis, mataræði Íslendinga, holdafar og hreyfing.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grundvallaratriðum næringarfræðinnar, einkum varðandi orkuefnin og orkubúskap líkamans
ráðleggingum embættis landlæknis um mataræði og næringarefni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
velja fæðu í samræmi við ráðleggingar embættis landlæknis
nota forrit til að skrá og fylgjast með mataræði sínu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
bæta mataræði sitt og huga þannig betur að eigin heilsu
meta þær upplýsingar um næringu og heilsu sem eru á markaðnum í dag á gagnrýninn hátt og afla sér áreiðanlegra upplýsinga
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá