Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1417011167.79

    Heimur óperunnar, heimspeki og saga.
    HEIM2AO05
    13
    heimspeki
    Heimur óperunnar, heimspeki og saga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Heimur óperunnar er samþættur áfangi úr sögu og heimspeki og getur gilt sem annað hvort. Markmið áfangans er að opna heim óperunnar og kynnast baksviðinu, fara í Íslensku óperuna og á óperubíó, beina útsendingu frá Metropolitan óperunni í New York eða Royal Opera House í London, auk þess að skoða sögulegan efnivið þeirra tveggja til þriggja ópera sem til umfjöllunar eru hverju sinni og pæla í hinum djúpstæðu vandamálum mannlegrar tilveru sem liggja óperum til grundvallar. Mikil vinna fer fram í gegnum hlustunarverkefni auk þess sem nemendur vinna skapandi verkefni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu óperunnar
    • óperuforminu og helstu óperutónskáldum og librettistum
    • nokkrum frægum óperum, aríum, dúettum, kórum og hljómsveitarköflum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hlusta á óperur
    • bera saman flutning
    • velta fyrir sér spurningum um eðli tónlistar
    • velta fyrir sér spurningum um gildi tónlistar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • afla upplýsinga um sögulegt baksvið tónskálda og librettista
    • afla upplýsinga um söguna innan óperunnar og setja hana í samhengi
    • greina heimspekileg vandamál sem liggja óperum til grundvallar og fjalla um þau
    • taka eftir ólíkri túlkun og flutningi
    Námsmat byggir á mætingu, ástundun, hlustunarverkefnum og frjálsu verkefni.