Markmið áfangans er að opna heimspeki fyrir nemendum, veita þeim tækifæri til að hugsa með jafningjum sínum um grundvallar spurningar og hjálpa þeim að öðlast skilning á sjálfum sér og lífsviðhorfum sínum. Þetta er gert með því að ræða spurningar og greina hugmyndir og rök á bak við skoðanir. Eins eru hugmyndir nemenda tengdar við kenningar klassískra heimspekinga og þeim veitt hjálp við lestur og skilning á frumtextum.
Leitast er við að tengja heimspekilegar spurningar við menninguna og heiminn umhverfis.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
viðfangsefni heimspekinnar, helstu spurningum og greinum
frumherjum grískrar heimspeki og hugmyndum þeirra
grískum hugtökum og gríska stafrófinu
helstu ritum heimspekinga sem fjallað verður um
hugmyndum Sókratesar og Platons um dyggð, samræðuaðferð, frummyndir, hið góða líf, þekkingu, fyrirmyndarríkið, skynsemi, hin sanna raunveruleika, réttlæti og afstæðishyggju
kenningum Aristótelesar um meðalhóf og dyggðir, breyskleika, manneðli, fjórar ástæður hlutanna, form og efni, möguleika og virkni, þrískiptingu vísinda og frumhreyfilinn
heimspekinni undir kirkjunni, hugmyndum Plótínusar og Ágústínusar um æðri veruleika, hið góða og tímann
aðferð efans eins og henni er beitt af Descartes, hugmyndinni um Guð og sjálfsvitundina
hugmyndum Kants um þekkingu, sjálfstæða hugsun og upplýsingu, skynsemi, hinn góða vilja, markmið og tæki, skilyrðislaust skylduboð.
hugmyndum John Stuart Mill um frelsi, hámarkshamingju, hagsmuni annarra, kúgun kvenna, nautnareikning, mælikvarða á gæði, tjáningarfrelsi
kenningu Sartre um frelsi, eðli, ábyrgð og angist
Páli Skúlasyni og skrifum hans um gagnrýna hugsun og gildin í lífinu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
hafa spurt sjálf sig heimspekilegra spurninga eins og: Hvað er raunveruleikinn? Hvernig virkar heimurinn? Hvað hefur gildi í lífinu? Eru aðrir til? Hvað er þekking? Er til æðri veruleiki?
orða hugsanir sínar
hlusta á aðra
færa rök fyrir skoðunum sínum
gera útdrætti úr textum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina mikilvægi þess að skilja hugmyndir annarra
greina heimspekileg vandamál í daglegu umhverfi og menningu.
geta greint aðferð og rökfærslu heimspekings við lestur á skrifum hans
greina ólíkar athafnir í samræðum.
sýna öðrum virðingu og umburðarlyndi jafnframt því að rækta með sér sjálfstæðar skoðanir og þor til að tala fyrir þeim
Námsmat byggir á mætingu, ástundun, þátttöku í umræðum, útdráttum, spurningaverkefnum, veggspjöldum, hópverkefnum, nemendafyrirlestrumm ritgerðum og lokaprófi.
Stefnt er að sjálfstæðum vinnubrögðum, frumkvæði og ábyrgð á eigin námi.