Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1417083875.08

    Siðfræði
    HEIM3BS05
    9
    heimspeki
    Siðfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Markmið áfangans er að greina siðferðileg hugtök, hugsa um siðferðileg álitamál og velta fyrir sér hvað umburðarlyndi gagnvart ólíkum skoðunum feli í sér. Velta fyrir sér hvaða ástæður við höfum til að vera góðar manneskjur og breyta vel og hvað siðferðileg heppni hafi mikil áhrif á það hvernig okkur farnast í lífinu. Í síðari hluta áfangans er hugtökum og kenningum beitt á raunhæf vandamál og á nokkrar valdar kvikmyndir.
    HEIM2AA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugmyndum John Stuart Mill um heildarhamingju, frelsi og nytjastefnu
    • hugmyndum um skilyrðislaust skylduboð og virðingu fyrir persónum settum fram af Immanúel Kant
    • hvað átt er við með dyggðasiðfræði og meðalhófskenningu Aristótelesar
    • hvað átt er við með sérhyggju
    • hvað átt er við með siðfræðilegri hughyggju og tengja við David Hume og Jean Paul Sartre
    • hugmyndinni um samfélagssáttmálann
    • og hafa lesið Gorgías og/eða Evþýfrón eftir Platón
    • tengslum trúar og siðferðis
    • hugtökunum menningarlegur mismunur og afstæðishyggja
    • muninum á afleiðingasiðfræði og skyldusiðfræði og helstu kostum og göllum hvorrar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota aðferð Sókratesar í umræðu um siðferði
    • beita hugtökum siðfræðinnar á raunhæf vandamál og kvikmyndir
    • færa rök fyrir sjónarmiðum og svara mótrökum
    • skoða siðferðileg vandamál út frá stefnum í siðfræði
    • geta greint forsendur skoðana, fordóma sem felast í þeim og hvaða gildi þær endurspegla
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta greint heimspekileg vandamál í daglegu umhverfi og menningu og tengt við hugtök siðfræðinnar
    • geta greint aðferð og rökfærslu heimspekings við lestur á skrifum hans
    • geta sýnt öðrum virðingu og umburðarlyndi jafnframt því að hafa sjálfstæðar skoðanir og þor til að tala fyrir þeim
    • skilja hvað er eftirsóknarvert
    Námsmat byggir á mætingu, ástundun, lestri á heimspekitextum, þátttöku í umræðum, verkefnum og skriflegri úrvinnslu á lestrarefni áfangans.