Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1417165767.02

    Lífstíll og heilsa
    LÍKA2CF01
    5
    líkamsrækt
    Lífstíll og heilsa
    Samþykkt af skóla
    2
    1
    Áfanginn er eingöngu verklegur og miðar að því að bæta líkamlega og andlega heilsu nemenda. Einnig er leitast við að upplýsa og benda nemendum á leiðir hvernig hægt er að nota mismunandi aðstöðu/ aðferðir til betri heilsu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu ógnir og hættu sem heilsu og heilbrigði stafar af
    • helstu næringar- og orkuefni
    • mörk eigin afkastagetu
    • megin áhættuþætti hreyfingarleysis og óholls mataræðis
    • grunnatriði orkubúskapar líkamans
    • megin lífeðlisfræðileg lögmál líkamans með tilliti til álags og hvílda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • prófað mismunandi aðferðir og íþróttagreinar til að finna þá grein sem hentar til að viðhalda góðri heilsu
    • beitt mismunandi aðferðum við að stunda þá grein sem þeim hentar
    • sótt tíma í ólíkum íþróttagreinum þar sem reynir á ýmsa líkamlega þætti
    • skipulagt eigin hreyfingu og gert eigin æfingaáætlanir út frá lögmáli álags og hvílda
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geti greint eigin þekkingu og getu í mismunandi íþróttagreinum
    • viti hvað þarf til að bera ábyrgð á eigin heilsu
    • séu meðvitaðir um eigin heilsu og helstu leiðir til að viðhalda góðri heilsu
    • geti lagt eigið mat á hollustu og óhollustu í mataræði
    • geti rökstutt hvað felst í heilbrigðum lífsstíl og góðri heilsu
    • geti safnað saman upplýsingum og tekið saman stuttar greinargerðir um ýmis málefni sem tengjast næringu
    • geti metið gildi hreyfingar fyrir líkamann
    • geti miðlað þekkingu sinni
    • geti breytt lífsháttum sínum í átt að heilbrigði á grundvelli áfangans
    • nálgist ýmis verkefni og viðhorf fordómalaust
    • geti haldið áfram að nýta sér þekkingu sem þeir afla sér í áfanganum til frekari ástundunar hollra og heilbrigðra lífshátta