Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1417434735.1

    Byrjendaáfangi í frönsku
    FRAN1FA05
    4
    franska
    undirstöðuatriði tungumálsins
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Nemendur eru þjálfaðir í að skilja einfalt talað mál, tjá sig munnlega og skriflega á einfaldan hátt. Einnig eru þeir þjálfaðir í að lesa einfalda texta. Nemendur eru æfðir í framburði með talæfingum og mikil áhersla er lögð á hlustunaræfingar svo að smátt og smátt geti nemendur skilið venjulegt franskt tal- og ritmál og öðlist þá undirstöðu í frönsku að þeir geti fljótlega bjargað sér í frönskumælandi umhverfi. Í áfanganum kynnast nemendur franskri menningu og samfélagi og eru þeir þjálfaðir í að nýta sér gagnlega hjálparmiðla á Netinu, svo sem orðabækur. Áfanginn er á stigi A1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum áfangans
    • • nokkrum grundvallarþáttum franska málkerfisins
    • • menningu, helstu samskiptavenjum og siðum í frönskumælandi löndum, sér í lagi Frakklandi
    • • uppbyggingu einfaldra texta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
    • • lesa einfalda texta sem innihalda algengan orðaforða til að mæta markmiðum áfangans
    • • taka þátt í einföldum samræðum um kunnugleg málefni
    • • skrifa einfaldan texta um þekkt efni eða áhugasvið
    • • beita helstu reglum um málnotkun í ræðu og riti
    • • nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • greina einfaldar upplýsingar í mæltu máli
    • • skilja meginatriði einfaldra texta
    • • tjá sig munnlega og skriflega á einfaldan hátt um efni sem hann þekkir og eru úr hans umhverfi
    • • takast á við aðstæður í einföldum samskiptum þar sem hann er aðstoðaður við að koma orðum að því sem hann vill segja
    • • tileinka sér jákvætt viðhorf til námsins
    • • geta metið eigið vinnuframlag og stöðu
    Nota skal fjölbreytt námsmat sem endurspeglar markmið áfangans í öllum færniþáttum í samræmi við evrópsku tungumálamöppuna. Í lok áfangans er skriflegt próf úr efni áfangans sem gildir á móti vinnu og ástundun nemandans á önninni.