Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1417441503.14

    Byrjendaáfangi í spænsku
    SPÆN1SA05
    14
    spænska
    stig a1
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Nemendur notast við les- og vinnubækur, gera hlustunar- og munnlegar æfingar. Nemendur vinna ýmis verkefni (munnleg eða skrifleg) með og án hjálpar upplýsingartækni. Verkefnin eru ýmist einstaklings- eða hópverkefni. Lögð er áhersla á frumkvæði nemenda og að þeir fylgist með eigin stöðu í náminu og framförum sínum með því fylla út sjálfsmatsblað eftir hvern kafla í námsbókum. Áfanginn er á hæfniþrepi A1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • almennum orðaforða í samræmi við hæfniviðmið áfangans
    • • nokkrum helstu grundvallarþáttum málkerfisins
    • • menningu, samskiptavenjum og siðum í spænskumælandi löndum
    • • uppbyggingu einfaldra texta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
    • • lesa einfalda texta sem innihalda algengan orðaforða
    • • taka þátt í einföldum samræðum
    • • skrifa einfaldan texta um þekkt efni eða áhugasvið
    • • beita helstu reglum um málnotkun í ræðu og riti
    • • nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • gefa og skilja einfaldar upplýsingar í rituðu og mæltu máli
    • • skilja meginatriði einfaldra texta
    • • tjá sig munnlega og skriflega á einfaldan hátt um efni sem hann þekkir
    • • takast á við einfaldar aðstæður í almennum samskiptum
    • • tileinka sér jákvætt viðhorf til námsins
    • • geta metið eigið vinnuframlag og stöðu
    • • geta nýtt upplýsingatækni við námið
    • • geta tekið ábyrgð á eigin námi
    Í lok áfangans er skriflegt og munnlegt próf sem gildir á móti ýmis konar vinnu, verkefnum (skriflegum, munnlegum og hlustun) og ástundun nemandans á önninni.