Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1417446177.56

    Menningarfræði - evrópsk menning
    MENN2EM05
    1
    menning
    Menningarfræði, evrópsk menning
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um menningu frá mismunandi sjónarhorni ólíkra félagsgreina á menningu; í þessum áfanga er áherslan einkum á evrópska og íslenska menningu og birtingarmyndir hennar. Áhersla er lögð á virkni nemenda og fjölbreytni í gagnanotkun og framsetningu. Verkefnin felast í skriflegum verkefnum þar sem tekin er sjálfstæð afstaða til fyrirliggjandi námsefnis og hóp- og paraframsöguverkefnum. Gert er ráð fyrir að nemendur sæki kennslustundir og taki virkan þátt í umræðum og verkefnavinnu.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • hugtökum, kenningum, viðfangsefnum og aðferðum helstu félagsgreina
    • • mismunandi sjónarhorn ólíkra félagsgreina á menningu
    • • orsökum mismunandi menningar við ólíkar aðstæður
    • • þýðingu menningar og mismunandi birtingarmynda hennar
    • • þýðingu menningarfræði fyrir upplýsta samfélagslega umræðu og gagnrýna hugsun
    • • hugmyndum og umræðum um gildi mismunandi menningar
    • • helstu sérkennum íslenskrar menningar í samanburði við evrópska menningu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • setja viðfangsefni fram á skýran, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt
    • • temja sér skilvirk vinnubrögð, frumkvæði og samvinnu við nám og störf
    • • verja rökstudda afstöðu sína
    • • taka þátt í umræðu og greina samfélagsleg málefni á gagnrýninn hátt
    • • beita kenningum á viðfangsefni greinar og við lausn hagnýtra verkefna
    • • beita upplýsingatækni við þekkingarleit
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • taka þátt í málefnalegum umræðum
    • • rökræða skoðanir annarra á yfirvegaðan og fordómalausan hátt
    • • útskýra menningu og viðhorf fólks á ýmsum stöðum og tímum
    • • efla siðferðilega dómgreind sína
    • • greina upplýsingar og efni fjölmiðla um menningu á gagnrýninn hátt
    • • greina áhrif umhverfis og sögu á menningu
    • • sýna frumkvæði í verkum sínum og samskiptum
    • • auka framtíðarmöguleika sína í áframhaldandi námi eða starfi og daglegum viðfangsefnum
    Í áfanganum er lokapróf en vinnueinkunn vegur því sem næst jafn mikið og er að mestu gefin út frá mati á verkefnum, mati á viðhorfum og virkni í námi og frammistöðu á annarprófi.