Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1417451656.93

  Breskt samfélag og menning
  ENSK3EM05
  17
  enska
  bresk menning, bókmenntir, mál
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Nemendur fá innsýn í breska menningu með því að skoða sögu, menningu og stjórnskipun í Bretlandi. Nemendur lesa eitt leikrit á ensku, nokkrar smásögur og aðrar greinar sem tengjast breskri menningu. Námið miðar að því að nemendur þjálfist í enskri tungu og bæti við orðaforða sinn og málskilning. Nemendur eru þjálfaðir í ritun enskrar tungu þar sem þeir gera eitt langt rannsóknarverkefni, vinna þýðingar yfir á ensku svo og smærri ritunarverkefni. Nemendur eru einnig þjálfaðir í töluðu máli, bæði með styttri umræðum á ensku og formlegum fyrirlestri á ensku um efni sem tengist breskri menningu. Nemendur munu einnig nota Internetið sér til fróðleiks og efnisöflunar. Ætlast er til þess að nemendur hafi öðlast hæfni C1 samkvæmt Evrópska tungumálarammanum.
  ENSK3SV05.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • • sögu, menningu og stjórnskipun í Bretlandi
  • • völdum breskum bókmenntum
  • • víðtækum sem og sértækum orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér lesefni þessa áfanga svo og í áframhaldandi námi
  • • hefðum sem eiga við um talað og ritað mál
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • • lesa og skilja fagtexta jafnt sem almenna texta um hinar ýmsu hliðar bresks mannlífs
  • • skilja almennt talað mál, jafnvel þar sem frásögnin er ekki sett skipulega fram eða töluð með mismunandi framburði
  • • nýta tungumálið í almennum samræðum
  • • tjá sig um margvísleg málefni þar sem bæði er lögð áhersla á færni í tungumálinu svo og öryggi í því að koma fram
  • • rita fræðilega og persónulega texta samkvæmt hæfniviðmiðum þrepsins
  • • leita upplýsinga og vinna heimildavinnu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • • skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið fræðilegt efni sem tengist breskri menningu og samfélagi
  • • greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í texta, s.s. í bókmenntaverkum og öðrum textum, skilja almennt talað mál, jafnvel þar sem frásögnin er ekki sett skipulega fram eða töluð með mismunandi framburði
  • • geta lagt gagnrýnið mat á texta
  • • hagnýta sér fræðitexta, myndefni og umræður um efni sem tengist Bretlandi
  • • átta sig á mismunandi málsniði og stíl eftir því hvort notað er talað mál eða ritað
  • • taka fullan þátt í umræðum og rökræðum sem tengjast viðfangsefnum áfangans
  • • flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð með eða án glæra, draga fram aðalatriði og rökstyðja mál sitt og bregðast við fyrirspurnum
  • • skrifa vel uppbyggðar efnisgreinar svo og ritgerðir samkvæmt þeim rithefðum sem við eiga í textasmíð, m.a. um inngang með efnisyrðingu, meginmál með vel afmörkuðum efnisgreinum og niðurlag
  • • vinna rannsóknarverkefni úr ýmsum upplýsingaveitum þar sem heimilda er getið á réttan hátt
  Nemendur fá eina einkunn í lok áfangans sem samanstendur af ástundun og virkni, skyndiprófum/verkefnum og skriflegu lokaprófi.