Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: Tue, 02 Dec 2014 08:52:52 GMT

    Erfðafræði
    LÍFF3EF05
    23
    líffræði
    erfðafræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er fjallað um sögu erfðafræðinnar, stöðu hennar og mikilvægi í nútíma samfélagi. Farið er í helstu grunnhugtök og viðfangsefni erfðafræðinnar. Erfðafræðikenningar Mendels eru skoðaðar og tengdar við þekkingu okkar í dag. Mismunandi litninga- og genabreytingar eru kynntar. Próteinmyndun er rakin frá DNA og uppbygging erfðaefnisins skoðuð ítarlega. Virkni gena, erfðatækni og siðferði erfðarannsókna eru einnig umfjöllunarefni. Lögð er áhersla á að nemendur skilji hvernig erfðaefnið er uppbyggt, hvernig það flytur upplýsingar frá einni kynslóð til annarrar og hvernig einföld erfðalögmál virka. Áhrif erfðaefnis á fjölbreytileika lífvera og þróun er einnig áhersluatriði auk þess að nemendur þekki nokkra algengustu erfðasjúkdóma mannsins. Fjallað er um mikilvægi grundvallarþekkingar á erfðafræði í daglegu lífi, hraða þróun erfðatækni og möguleika framtíðarinnar.
    NÁTT1GR05 eða sambærilegur áfangi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu og þróun erfðafræðinnar
    • kenningum Mendels og grunnhugtökum erfðafræðinnar
    • ferli frumuskiptinga, bæði mítósu og meisósu
    • byggingu erfðaefnis (DNA, RNA, gen, litningar)
    • afritun, umritun og þýðingu erfðaefnis
    • breytingum sem verða á erfðaefni
    • mismunandi erfðamynstrum og tjáningu gena
    • kynákvörðun lífvera og erfðum tengdum kynferði
    • ýmsum meingenum og erfðasjúkdómum
    • erfðum örvera
    • tengslum erfða, fjölbreytileika lífvera og þróunar
    • grundvallaratriðum í erfðatækni
    • siðferðislegum álitamálum erfðafræði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita grunnhugtökum erfðafræðinnar á skilmerkilegan hátt og í rökrænu samhengi
    • rekja einfaldar erfðir
    • finna út líkur á erfðum tengdra og ótengdra eiginleika
    • tengja saman basaröð í DNA, basaröð í RNA og amínósýruröð próteina
    • lesa erfðafræðilegar upplýsingar úr máli og myndum frá mismunandi miðlum
    • tjá sig um erfðafræðileg málefni á skýran og ábyrgan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leggja mat á upplýsingar sem tengjast erfðafræðilegum viðfangsefnum á gagnrýninn hátt
    • taka þátt í umræðum um erfðafræðileg málefni daglegs lífs á ábyrgan og sjálfstæðan hátt
    • taka rökstudda afstöðu í álitamálum er varða erfðatækni og önnur erfðafræðileg málefni
    • afla sér frekari þekkingar á erfðafræðilegum viðfangsefnum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.