Í þessum valáfanga í líffræði fyrir náttúruvísindabraut er lögð áhersla á að nemandinn samþætti þá þekkingu og færni sem hann hefur tileinkað sér í fyrra námi, með sérstakri áherslu á líffræði. Meginmarkmið áfangans er að brjóta niður veggi milli fyrri áfanga og setja efni þeirra í víðara samhengi en áður hefur verið gert. Hver nemandi vinnur a.m.k. eitt stórt einstaklingsverkefni og fleiri minni verkefni ýmist einn eða í hóp. Efnisþættir eru valdir í samráði við nemendur hverju sinni.
LÍFF2LE05 eða LÍFF2VF05 eða sambærilegur áfangi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sérhæfðum sviðum líffræðinnar allt eftir áhugamálum hans hverju sinni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
gera raunhæfar áætlanir um rannsóknaraðferðir
greina mismunandi umfjöllun um líffræðileg efni í kennslubókum, fjölmiðlum, fræðiritum og á netinu
nýta sér rannsóknartæki og hugbúnað í tengslum við líffræðinám
nýta sér upplýsinga- og samskiptatækni
safna upplýsingum, vinna úr þeim og miðla til annarra
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
auka skilning sinn á líffræðilegum viðfangsefnum
geta tekið rökstudda afstöðu til dægurmála er tengjast sem flestum sviðum líffræðinnar
tengja undirstöðuþekkingu í líffræði við daglegt líf og sjá notagildi hennar
taka ábyrgð á eigin lífi m.t.t. líffræðilegra þátta
Námsmat útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámsskrá.