Í áfanganum er mest unnið með margliður, sérstaklega fyrsta- og annars stigs margliður og hnitakerfið. Einnig er farið í mengi og grunnaðgerðir þeirra. Auk þess er fallahugtakið kynnt.
Kennslan fer jöfnum höndum fram með fyrirlestrum kennara þar sem nýtt efni er kynnt og útskýrt og vinnu nemenda. Oftast er hverri kennslustund skipt í slíkar útskýringar kennara og sjálfstæða verkefnavinnu nemenda. Þessi verkefni vinna nemendur ýmist í hópum eða einir sér. Gerðar eru kröfur um að nemendur vinni verkefni heima og standi skil á þeim annað hvort í kennslustund eða með því að skila verkefnum skriflega. Kennari fer síðan yfir heimaverkefni og nemendur fá endurgjöf. Í kennslustundum eru notaðar reiknivélar. Einnig eru verkefni leyst með stærðfræðiforritum t.d. forritinu GeoGebra.
STÆR2ÞA05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
• mengjum og grunnaðgerðum mengja
• talnalínunni, algildi og biltáknum
• rétthyrndu hnitakerfi í sléttum fleti
• jöfnu línu, annars stigs jöfnum, algildisjöfnum, línulegum og annars stigs ójöfnum
• margliðum: skilgreining, deiling, núllstöðvar og formerki
• jöfnu fleygboga
• ójöfnum sem afmarka svæði í hnitakerfi
• hugtakinu falli og einföldum aðgerðum á föllum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
• skilja framsetningu stærðfræðilegs námsefnis
• tjá sig um aðferðir sínar bæði í rituðu og mæltu máli og vera læs á texta sem inniheldur stærðfræðitákn og hugtök
• vinna með grunnaðgerðir mengja
• meðhöndla talnamengin N,Z,Q,R
• finna og vinna með jöfnu beinnar línu
• finna lausnir annars stigs jafna og ójafna
• vinna í rétthyrndu hnitakerfi í sléttum fleti
• nota vísindalegar reiknivélar og einföld stærðfræðiforrit
• nota fallahugtakið í daglegu lífi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
• setja sig inn í og túlka útskýringar og röksemdir annarra af virðingu og umburðarlyndi án fordóma
• skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega í mæltu máli svo og myndrænt
• skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
• hagnýta sér stærðfræðilega þekkingu til ákvarðanatöku í sértækum verkefnum
• beita gagnrýninni og skapandi hugsun við lausn verkefna
• beita skipulegum aðferðum við að leysa verkefni og setja upp jöfnur
• klæða verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa það og túlka lausnina
• nota lausnir verkefna við val, samanburð og ákvarðanir
• fylgja og skilja röksemdir í mæltu máli og í texta og sanna ákveðnar reglur
• beita einföldum samsettum röksemdum
• greina röksamhengi í röksemdafærslum og ganga úr skugga um hvort þær eru rangar eða ófullkomnar
Próf er í áfanganum í annarlok og frammistaða nemenda á önninni þ.m.t. í skyndiprófum og örprófum, heimadæmum og ástundun kemur einnig inn í lokaeinkunn