Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1417536413.46

    Líkindareikningur og tölfræði
    STÆR2LT05
    38
    stærðfræði
    líkindareikningur, talningafræði, tölfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Efni áfangans er tvískipt, líkindafræði og tölfræði en auk þess er í byrjun upprifjun á mengjum ásamt yrðingarökfræði. Um töflukennslu og hópavinnu er að ræða en auk þess er efnið tilvalið til að nemendur kynni sér það sjálfir. Samhliða þessum kennsluháttum er svo leiðsagnarnám þar sem nemendur eru leiddir áfram skref fyrir skref. Í tölfræðihlutanum gefst tækifæri á að nota t.d. töflureikni til að flýta fyrir lausn verkefna. Þar sem áfanganum er skipt í mörg atriði þá eru möguleikar á mismunandi kennsluaðferðum miklir og sér í lagi er verkefnavinna í tímum (og fyrirlesturinn heima) kjörin í bland með öðru.
    STÆR2HJ05 eða STÆR2MM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • mengjum og mengjaaðgerðum
    • • aðgerðum í yrðingarökfræði
    • • aðferðum til að telja mismunandi möguleika þ.m.t. umraðanir og samantektir
    • • líkindahugtakinu og þeim hugtökum sem tengd eru því, tilraun, útkomu, úrtaksrúmi, atburði
    • • meðaltali og staðalfráviki
    • • normaldreifingu og tvíkostadreifingu
    • • notkun normaldreifingar til að meta tilgátur sem settar eru fram og út frá þeim eru gögn sem fengin eru með könnun metin
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • beita marktæknireikningum með notkun normaldreifingar
    • • smíða líkan fyrir tilraunir þannig að einfalt sé að finna líkindi ýmissa atburða
    • • nota sanntöflur til að ákvarða hvort rökfærsla er gild eða ekki
    • • reikna líkindi, einföld og skilyrt
    • • nota talningarfræði, sérstaklega samantekta, til að reikna líkindi
    • • nota tvíkostadreifingu
    • • nota normaldreifingu til að meta tilgátur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • taka þátt í hópvinnu og miðla af eigin þekkingu
    • • útskýra muninn á strjálum líkindabreytum og samfelldum
    • • miðla einfölduðum aðferðum ályktunartölfræðinnar
    • • gera sér grein fyrir mismuni á tvíkostadreifingu og hyperbólskri dreifingu m.t.t. líkindabreyta
    • • sýna skilning á útreikningi staðalfráviks og geti útskýrt fyrir öðrum fyrir hvað staðalfrávik stendur
    • • nýta sér normaldreifingu til að meta gögn og álykta
    • • gera sér grein fyrir takmörkunum tölfræðinnar
    • • geta með gagnrýnum hætti rökrætt tölfræðilegar niðurstöður
    Byggir á lokaprófi, vinnusemi í kennslutíma, heimanámi og hópvinnu og skyndiprófum.