Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1417770050.86

    Íslenska, ritun, málnotkun og tjáning
    ÍSLE2RM06
    20
    íslenska
    málfræði, ritun, stafsetning
    Samþykkt af skóla
    2
    6
    Í áfanganum er mikil áhersla lögð á lestur og tjáningu í ræðu og riti. Nemendur lesa smásögur frá ýmsum tímum og fjalla um þær. Kenndur er frágangur ritaðs máls og notkun hjálpargagna svo sem handbóka og orðabóka. Mikil áhersla er lögð á tölvunotkun í vinnslu og skilum verkefna. Nemendur eru þjálfaðir í setningafræði þar sem þeir greina og glöggva sig á skiptingu texta í setningar og setningarliði. Gerð er grein fyrir reglum um greinarmerki og nemendur þjálfaðir í notkun þeirra. Fjallað verður um sögu máls og menningar frá frumnorrænum tíma til okkar daga. Farið verður yfir sögu íslensks máls og skyldleika við önnur tungumál, helstu hljóð- og málbreytingar íslenskunnar, nafnasiði og mállýskuafbrigði í fyrirlestrum, umræðum og með töflukennslu auk verkefnavinnu og ritunarverkefna. Stafsetningarupplestrar eru reglulega og nemendur þjálfaðir í stafsetningu eftir því sem þörf krefur. Nemendur fá innsýn í grunnhugtök bókmenntafræði, svo sem tíma, umhverfi, sjónarhorn, persónulýsingar, boðskap, rím, ljóðstafi og myndmál. Þá greina nemendur texta frá ýmsum tímum og huga að stíl og stílbrigðum. Markviss þjálfun í tjáningu er ein klukkustund á viku. Áhersla er lögð á framsögn við ýmiss konar tækifæri. Þá er einnig áhersla lögð á að styrkja sjálfstraust nemenda.
    Grunnskólapróf
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • helstu grunnhugtökum í ritgerðasmíð
    • • málfræðihugtökum og ritreglum sem nýtast í tal- og ritmáli
    • • orðaforða sem nægir til að skilja íslenskt nútímamál í ræðu og riti
    • • mismunandi tegundum bókmennta og nytjatexta ásamt grunnhugtökum í bókmenntafræði
    • • upplýsingatækni sem nýtist honum í ritun og notkun ýmissa hjálpargagna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • að nota upplýsingatækni markvisst við frágang ritsmíða
    • • að nýta málfræðihugtök og málfræðilegar upplýsingar til að efla eigin málfærni
    • • að skilja og nota algeng stílbrögð í tal- og ritmáli
    • • að flytja af öryggi ræður, endursagnir, lýsingar og kynningar á tileknum málefnum
    • • að nota bókmenntahugtök á ýmsa texta
    • • réttritun eftir upplestri
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið og sýna tilbrigði í málnotkun
    • • styrkja eigin málfærni og nám í erlendum tungumálum, til dæmis með því að nýta málfræðihugtök íslenskunnar
    • • beita skýru, lýtalausu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti og geta nýtt það við hin ýmsu hjálpargögn á netinu og tölvuforrit
    • • taka þátt í málefnalegum umræðum, byggja upp skýra röksemdafærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu
    • • túlka texta þó merkingin liggi ekki á yfirborðinu
    Lokaeinkunn áfangans byggist á lokaprófi og símati. Fjölbreytt verkefni í tjáningu, stafsetningu, ritun eru metin jafnt og þétt yfir önnina auk tveggja skyndiprófa úr efni annarinnar.