Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1417770538.82

    Íslenska, goðafræði og fornbókmenntir
    ÍSLE2GF05
    21
    íslenska
    Goðafræði og fornbókmenntir
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nemendur lesa eina Íslendingasögu og kynnast fornum kveðskap, eddukvæðum og dróttkvæðum og vinna verkefni sem miða að því að auka skilning þeirra á fornu máli og samfélagi. Auk þess leitast nemendur við að setja miðaldabókmenntir í samhengi við sinn eigin samtíma og meta merkingu hans fyrir nútímann. Nemendur lesa norræna goðafræði og kynnast hugmyndaheimi norrænna manna til forna. Þeir vinna ýmis skapandi verkefni úr goðafræðinni þar sem þeir nýta upplýsingatækni við flutning og frágang verkefna. Nemendur vinna bæði munnleg og skrifleg verkefni, túlka textana og bera saman við eigin reynslu og hugmyndaheim. Þeir kynnast efni á sviði lista og margmiðlunar sem hæfir áfanganum, svo og efni á Netinu. Einnig fara þeir í vettvangsferðir á söguslóðir og á handritasýningu. Nemendur fá þjálfun í notkun heimilda.
    ÍSLE2RM06
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • helstu þáttum íslenskrar málsögu og íslenskum nafnasiðum
    • • mismunandi tegundum bókmennta og norrænni goðafræði
    • • helstu hugtökum í ritgerðasmíð
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • ritun þar sem nemandinn beitir gagnrýninni hugsun og kemur skoðunum sínum á framfæri á greinargóðan hátt
    • • að flytja af nokkru öryggi ræður, endursagnir, lýsingar og kynningar á tilteknu málefni
    • • lestri bókmenntaverka frá ýmsum tímum og fjalla um inntak þeirra
    • • vinnu skapandi verkefna í tengslum við námsefnið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið og sýna töluverð tilbrigði í málnotkun
    • • beita skýru, lýtalausu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
    • • taka þátt í málefnalegum umræðum, byggja upp skýra röksemdafærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu
    • • túlka texta þó merkingin liggi ekki á yfirborðinu
    • • tengja íslenskuna við fortíð og framtíð
    • • tengja íslenska fornmenningu við nútímamenningu
    • • skilja eðli og tilgang goðsagna í fornum samfélögum
    • • útskýra eðli og þróun tungumála
    Skrifleg loka- og skyndipróf, heimildaritgerð og smærri ritunarverkefni.