Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1417779636.39

    Þjóðhagfræði og fjármálalæsi
    HAGF1ÞF05
    6
    hagfræði
    Þjóðhagfræði og fjármálalæsi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanginn er grunnáfangi í hagfræði og fjármálalæsi. Nemendur fá innsýn í helstu hugtök hagfræðinnar, hlutverk hins opinbera, utanríkisviðskipti, viðskiptasiðfræði og önnur tengd málefni. Kennsla er í formi verkefnavinnu, umræðutíma og fyrirlestra. Nemendur fá þjálfun í gagnrýnni hugsun í tengslum við málefni hagkerfisins og eigin fjármála.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum hagfræðinnar
    • hvernig hlutverki hins opinbera er háttað
    • mikilvægi utanríkisviðskipta fyrir hagkerfi eins og það íslenska
    • gengi gjaldmiðla og áhrif gengis á viðskipti í víðum skilningi
    • mikilvægi siðferðis í viðskiptum
    • hlutverki kosninga í lýðræðisþjóðfélagi
    • hlutverki sveitarfélaga og verkefnum þeirra
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa og skilja fréttir um hagfræðileg málefni
    • afla sér upplýsinga um hagfræðileg málefni
    • reikna og túlka hagstærðir eins og verðbólgu, vexti, hagvöxt og fleira
    • gera sitt eigið skattframtal
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka þátt í umræðum um hagfræðileg málefni
    • tekið upplýstar ákvarðanir um eigin fjármál
    • gera sér grein fyrir hvernig hagkerfi starfar og helstu verkefnum sem aðilar hagkerfisins takast á við
    • vera læs á samfélagið og helstu stoðir hagkerfisins
    Námsmat áfangans er í formi verkefnavinnu og lokaprófs.