Í áfanganum eiga nemendur að nýta þá þekkingu, leikni og hæfni sem þeir hafa öðlast í náminu á vettvangi. Nemendur eiga að vinna með börnum og unglingum í íþróttastarfi, m.a. með því að leiðbeina þeim á æfingum (skipuleggja, framkvæma og meta þjálfun), undirbúa og framkvæma keppni (leiki og mót) og skipuleggja og framkvæma annars konar viðburði í íþróttastarfinu.
5 einingar í barna- og unglingaþjálfun á 2. þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mismunandi aðferðum (kennslufræðilegum) við þjálfun, s.s. heildar-hluta-heildaraðferðinni
mismunandi áherslum (þjálfunarlegum) við þjálfun, s.s. mikilvægi leikja hjá yngstu kynslóðinni
þeim viðfangsefnum sem skipta máli við þjálfun ungra barna (4-9 ára) og eldri barna og unglinga (10-16 ára)
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
setja upp skipulagðan tímaseðil á tölvutæku formi
framkvæma þjálfun út frá íþróttagrein og hóp
beita mismunandi aðferðum (kennslufræðilegum) við þjálfun út frá aldri og samsetningu hóps
undirbúa og framkvæma annars konar viðburð, s.s. vídeókvöld, spilakvöld eða annan viðburð
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
rökstyðja æfingaval, æfingaaðferð o.s.frv. við þjálfun
meta þjálfunina hjá sér (hvað gerði ég rétt/rangt)
sýna frumkvæði og vera ábyrgur í hlutverki sínu með börnum og unglingum
Í áfanganum er leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar. Nemendur þurfa að halda utan um þjálfunina (tímaseðla, mat á kennslunni o.s.frv.) í tölvutæku formi eða í stílabók.