Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1418049318.97

  Líffræði
  LÍFF2LE05
  14
  líffræði
  lífeðlisfræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Áfanginn fjallar um lífeðlisfræði mannslíkamans. Frumur, líffæri og líffærakerfi eru til umfjöllunar og starfsemi þeirra. Samanburður er gerður á starfsemi mannslíkamans og annarra spendýra. Kennslan fer fram með innlögn í formi fyrirlestra og verkefnavinnu þar sem nemendur vinna sem einstaklingar eða í hópum. Verklegar æfingar eru einnig hluti kennslunnar þar sem nemendur vinna saman í hópum við verklegar æfingar og heimildavinnu.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • • tengslum og samspili frumna, líffærakerfa og lífeðlisfræði mannsins
  • • sérhæfðum orðaforða lífeðlisfræðinnar á íslensku og ensku
  • • þáttum er varða heilbrigði og velferð
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • • greina frumulíffæri
  • • lesa lífeðlisfræðilegrar upplýsingar úr texta og myndum
  • • skilja samspil mismunandi líffærakerfa við stjórn líkamsstarfseminnar
  • • meta áhrif lífshátta á heilbrigða þroskun og starfsemi líkamans
  • • afla frekari upplýsinga á sjálfstæðan hátt
  • • beita ýmiss konar rannsóknartækjum við verklegar æfingar til að dýpka skilning á námsefninu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • • miðla lífeðlisfræðilegum upplýsingum á gagnrýninn hátt
  • • tengja undirstöðuþekkingu í lífeðlisfræði við daglegt líf og sjá notagildi hennar
  • • taka ábyrgð á eigin lífsháttum m.t.t. lífeðlisfræðilegra þátta
  • • beita skipulegum aðferðum og skráningu við úrlausnir lífeðlisfræðilegra verkefna
  • • afla sér frekari þekkingar á sviði lífeðlisfræðinnar
  • • yfirfæra skilning sinn og þekkingu á tengdar lífverur
  • • taka upplýsta afstöðu til siðferðilegra álitamála og rökræða
  • • taka þátt í upplýstri umræðu og rökstyðja afstöðu til málefna er snerta lífeðlisfræði, tækni og samfélag
  Lokapróf og vinnueinkunn sem er samsett úr verkefnavinnu (einstaklings og hópa), verklegum æfingum og hlutaprófum.