Í áfanganum er megináhersla lögð á að nemendur fái tilfinningu fyrir áhrifum hreyfingar á líðan sína, andlega, líkamlega og félagslega. Farið er í ýmis æfingaform s.s. styrktaræfingar, jóga, slökun, körfuknattleik, knattspyrnu, blak, bandý, badminton, borðtennis, ýmsa leiki og dans. Boðið er uppá útivist að hluta til þar sem gengið er á fjöll og önnur svæði í nærumhverfinu.
• stuðla að bættri líkamsbeitingu með æfingum og hreyfingu við hæfi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
• stunda reglulega, fjölbreytta hreyfingu eftir áhuga hvers og eins
• mynda sér skoðun og greina frá afstöðu sinni til heilbrigðs lífsstíls
• forðast ávana- og fíkniefni
• geta stundað líkamsrækt í nánasta umhverfi og úti í náttúrunni
• stunda ”líkamsrækt fyrir lífstíð”
Í áfanganum Almenn heilsurækt A er námsmat að mestu leyti byggt á ástundun og hæfni nemenda til að tileinka sér reglulega ástundun hreyfingar á sem fjölbreyttastan hátt með virkri þátttöku.