Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1418284610.56

  Saga, fornöld, miðöld
  SAGA1FM05
  7
  saga
  fornöld, miðöld
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Mannkynssaga frá Landbúnaðarbyltingu til frönsku byltingarinnar. Aðaláhersla er lögð á fornaldarmenningu, helstu trúarbrögð, þróun stjórnarfars, þær breytingar sem verða í kringum upphaf nýaldar og breyta heimssýn mannsins sem og upplýsingu og byltingar í kjölfar hennar. Kennsluaðferðir eru í meginatriðum þrenns konar. Í fyrsta lagi eru fyrirlestrar kennara þar sem námsefnið er reifað og hugtök útskýrð. Þá eru umræður og loks verkefnavinna nemenda; úr námsefninu sjálfu eða öðru sem því tengist. Gert er ráð fyrir að nemendur sæki kennslustundir og taki virkan þátt í umræðum og verkefnavinnu.
  Grunnskólapróf
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • • mikilvægi ferlis frá lestri, skilningi á námsefninu til aukinnar kunnáttu í sögu
  • • vinnbrögðum sagnfræðinnar
  • • mikilvægi skapandi hugsunar við lestur og greiningu sögunnar
  • • mikilvægi gagnrýninnar hugsunar við lestur og greiningu sögunnar
  • • helstu atburðum, hugmyndum og persónum, sem mótað hafa framvindu sögunnar frá fornöld til frönsku byltingarinnar
  • • helstu hugtökum sem þekkja þarf til að tjá sig um söguna
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • • nálgast söguna á skipulagðan hátt, nýta til þess ólíkar heimildir og geti metið gildi þeirra
  • • tjá sig um, kynna og rökstyðja einstök verkefni í hóp, í fyrirlestri eða ritgerð
  • • tengja einstaka atburði sögulegri þróun
  • • tengja nútíð og fortíð eins og hvað á bygging Hörpunnar í Reykjavík skylt við byggingu píramídanna í Egyptalandi
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • • draga fram og setja atburði úr fortíð í samhengi við samtímann
  • • vinna kynningar á afmörkuðu efni á skipulagðan hátt með réttri heimildaskráningu samkvæmt reglum þar um
  • • beita öguðum vinnubrögðum, taka ábyrgð á eigin námi og vinna í samvinnu við aðra
  • • lesa og túlka landakort, myndir og texta
  • • beita upplýsingatækni í þekkingarleit sinni
  • • meta gildi vettvangsskoðunar út frá skynrænum upplifunum
  • • njóta lista, menningar og samfélagsumræðu og tengja það sögulegri þekkingu sinni
  Námsmat byggist á símati og skriflegu lokaprófi.