Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1418294199.88

    Grunnur að líkamsrækt A
    ÍÞRÓ1ÍA01
    20
    íþróttir
    Grunnur að líkamsræt A
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur fái sem fjölbreyttasta hreyfingu sem reynir hæfilega á hjarta- og æðakerfið, vöðvastyrkingu og viðhaldi liðleika. Áhersla er lögð á Interval þjálfun með æfingarkerfum eins og tabata, krossfit og stöðvahringjum.Lagður er grunnur að því að nemendur geti stundað sjálfstætt sína líkamsrækt, eftir því sem líður á skólagönguna. Unnið er með viljastjórnun (hugurinn takmarkar oft getuna) og slökun. Snerpuþjálfun fer m.a. fram með hinum ýmsu knattleikjum.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • ræktun líkama og sálar
    • • mikilvægi hreyfingar með tilliti til heilsueflingar og vellíðunar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • tileinka sér fjölbreytta grunnþjálfun s.s. í þol-, styrktar- og liðleikaþjálfun
    • • taka þátt í æfingum sem stuðla að bættri líkamsbeitingu
    • • nýta mismunandi leiki til eflingar þessara grunnþátta hreyfingar fyrir líkama
    • • rækta með sér jákvæð áhrif á líkamlega og andlega vellíðan
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • meta líkamlega, andlega og félagslega stöðu sína
    • • þekkja grunnreglur ýmissa íþróttagreina
    • • meta hæfni sína á hreyfingu / líkamsrækt
    • • virða skoðanir og getu annarra
    Í áfanganum er námsmat að mestu leyti byggt á ástundun og hæfni nemenda til að tileinka sér þekkingu og leikni ásamt líkamlegum mælingum sem eru í samræmi við það sem unnið er með hverju sinni.