Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1420384974.71

    Núvitund
    HLSE1NV03
    5
    heilsuefling
    núvitund
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Fjallað er um núvitund og aðferðir til hugleiðslu eru kynntar og iðkaðar. Kynntar eru nýlegar rannsóknir á áhrifum núvitundar á líf fólks, Gert er ráð fyrir að nemendur skapi sér skilyrði til iðkunnar núvitundar á hverjum degi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim sögulega grunni sem hugleiðsla og núvitund sprettur úr
    • nýlegum rannsóknum á virkni núvitundariðkunnar á líf fólks
    • hvaða áhrif iðkun núvitundar getur haft á hvaða augum fólk lítur á líf sitt
    • hvernig hægt er að þjálfa hugann til að upplifa meiri samkennd, góðvild og jafnaðargeð
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • halda og efla einbeitingu
    • fylgjast með hugsunum sínum og nefna þær
    • beita rýmisskynjun
    • tengja hugarstarfsemi í núvitund
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lifa í núvitund
    • geta útskýrt hvað felst í því að lifa í núvitund
    • geti nýtt sér núvitund til að vera meðvitaður um skynsvið sitt
    • upplifa samkennd og velvild
    Dagleg iðkun og skriflegt verkefni