Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1420478942.1

  Fjármál ungs fólks
  FJÁR1FU05
  9
  fjármálalæsi
  Fjármál ungs fólks
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Áfanginn er ætlaður öllum nemendum skólans. Farið verður yfir grundvallaratriði í fjármálum.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu réttindum og skyldum launþega annars vegar og verktaka hins vegar
  • lífeyrisréttindum
  • viðbótarlífeyrissparnaði
  • skattgreiðslum
  • heimilisbókhaldi
  • skatttekjum ríkisins og útgjöldum þess
  • góðum venjum í fjármálum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • gera skattframtal fyrir einstakling
  • reikna út vaxtagreiðslur af lánum
  • færa heimilisbókhald
  • að setja sér markmið í fjármálum og skoða hvernig tekst að ná þeim
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta lesið, greint og fjallað um fjárhagslega þætti sem skipta máli fyrir einstaklinga
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá