Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1420638738.99

  Félagsleg landafræði
  LAND2FL05
  1
  landafræði
  Félagsleg landafræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í landafræði er verið að skoða heiminn með tilliti til þess hvernig við notum jörðina, hvernig við getum bætt lífskjör þeirra sem búa við hungur og fátækt, hvernig við getum haldið ákveðnum lífsgæðum og nýtt til þess auðlindir á sjálfbæran hátt. Einnig eru samskipti ólíkra þjóða og þjóðflokka rædd og lögð áhersla á að nemendur öðlist gott læsi á landakort. Ýmis hugtök fræðigreinarinnar eru kynnt. Kennsluaðferðir eru í meginatriðum þrenns konar. Í fyrsta lagi eru fyrirlestrar kennara þar sem námsefnið er reifað og hugtök útskýrð. Þá eru umræður og loks verkefnavinna nemenda; úr námsefninu sjálfu eða öðru sem því tengist. Nemendur kynna sér sjálfir ýmislegt efni sem tiltækt er á netinu og vinna verkefni, þar af a.m.k. eitt stórt hópverkefni um landfræðileg fyrirbæri. Gert er ráð fyrir að nemendur sæki kennslustundir og taki virkan þátt í umræðum og verkefnavinnu.
  Grunnskólapróf.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • • hugtökum, kenningum, viðfangsefnum og aðferðum greinarinnar
  • • þýðingu greinar fyrir upplýsta samfélagslega umræðu og gagnrýna hugsun
  • • helstu gerðum og hlutverkum skipulags, svo sem aðal-, svæða- og deiliskipulags
  • • ólíkum orkugjöfum, kostum þeirra og göllum
  • • kenningum um mannfjöldabreytingar
  • • hvernig land er nýtt á Íslandi og hvernig þróun atvinnulífs hefur haft áhrif á búsetumynstur á Íslandi
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • • beita skilvirkum vinnubrögðum og sýna frumkvæði og samvinnu við nám og störf
  • • taka þátt í umræðu og greina landfræðileg málefni á gagnrýninn hátt
  • • nota lykilhugtök fræðigreinarinnar
  • • beita kenningum á viðfangsefni greinar og við lausn hagnýtra verkefna
  • • lesa almennar upplýsingar úr landakortum hvað varðar vegalengdir, hæðarlínur og staðsetningu ýmissa þátta svo sem stærð þorpa og bæja, vegakerfi og samgöngur
  • • skilgreina og nota mikilvæg lýðfræðileg hugtök, t.d. aldursskiptingu, fæðingar- og dánartíðni, barnadauða, meðalævi, lífslíkur, offjölgun og búsetumynstur
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • • taka þátt í málefnalegum umræðum
  • • rökræða skoðanir annarra á yfirvegaðan og fordómalausan hátt
  • • útskýra viðhorf fólks á ýmsum stöðum
  • • efla siðferðilega dómgreind sína
  • • greina áhrif umhverfis, sögu og menningar á stöðu ríkja í alþjóðasamfélaginu
  • • sýna frumkvæði í verkum sínum og samskiptum
  • • tileinka sér gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð í faginu
  • • gera sér grein fyrir samspili viðhorfa, umburðalyndis og fordóma
  • • auka framtíðarmöguleika sína í áframhaldandi námi eða starfi og daglegum viðfangsefnum
  • • finna, meta og greina heimildir og nýta þær í hagnýtum tilgangi
  Í áfanganum er lokapróf en vinnueinkunn er gefin út frá annarprófi, mati á verkefnum (stórum og smáum) og mati á viðhorfum og virkni í námi.